fbpx

FATOU & PÉTUR SELJA FALLEGA HEIMILIÐ Í URRIÐAHOLTI

Íslensk heimili

Falleg íslensk heimili er eitt skemmtilegasta efnið sem við skoðum saman. Þetta glæsilega heimili í Urriðaholti er nýkomið á sölu fyrir áhugasama og hér væri svo sannarlega gott að búa. Það er smekkkonan og vinkona mín, Lóa Fatou sem býr hér ásamt fjölskyldu sinni og hafa þau komið sér vel fyrir á þessum dásamlega stað sem hefur verið í þvílíkri uppbyggingu síðan þau fluttu fyrst í Urriðaholtið. Íbúðin er skemmtilega uppsett, með stærðarinnar útiplássi þar sem horft er yfir á Urriðavatn, inni er stílhrein eyja sem aðskilur eldhús og stofu og má því eiga hér gæðastundir yfir eldamennskunni. Í svefnherbergi má svo finna sér baðherbergi sem er líklega draumur margra!

Kíkjum í heimsókn á þetta smekklega heimili –

Fallega heimili hjá Fatou og Pétri, það verður spennandi að fylgjast með þeim koma sér fyrir á næsta stað í Urriðaholti ♡

Smelltu hér til að sjá allar upplýsingar um íbúðina – 

 

LATELY & FULLT HEIMILI AF FALLEGUM BLÓMUM

Skrifa Innlegg