fbpx

FALLEGT ÍSLENSKT HEIMILI MEÐ GRÆNT SVEFNHERBERGI

Íslensk heimili

Þetta fallega íslenska heimili varð á vegi mínum í gær og ég má til með að deila þessum myndum með ykkur. Hér býr án efa skapandi fjölskylda, það má sjá glöggt á heimilistílnum sem heillar mig mikið – ég þori nánast að veðja að hér búi hönnuður? Íslensk sjaldséð hönnun og góðar lausnir ásamt auga fyrir litum einkennir heimilið. Grænt svefnherbergi er ekki allra en vá hvað það kemur vel út og er upplífgandi. Sjáið líka sniðugan pinnavegg í eldhúsinu þar sem hægt er að færa til eldhúshillurnar eftir smekk – frábær lausn! Skatan eftir Halldór Hjálmarsson prýðir eldhúsið og Landslagsteppi Víkar Prjónsdóttur prýðir svefnherbergið svo fátt eitt sé nefnt.

Kíkjum í heimsókn –

     

Myndir : Fasteignaljósmyndun / Fasteignasíða Vísis.is

EITT OFURSMART & SJARMERANDI HÖNNUNARHEIMILI

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Daníel

    23. November 2020

    Geggjuð íbúð, greinilega fagurkerar fram í fingurgóma sem búa þarna.