Fyrsti í aðventu er handan við hornið og því tilvalið að byrja að huga að fyrstu skreytingunum og finna til kertastjaka eða krans fyrir aðventukertin. Ég er hrifin af því að nýta það sem til er og eiga margir þegar til 4 arma kertastjaka sem notaður er allan ársins hring og því tilvalið að nota hann á aðventunni líka og bæta við greinum og smá jólapunti. Þessar hugmyndir hér að neðan eiga eingöngu að veita innblástur og hægt er að gera mikið af fallegu heimatilbúnu aðventuskrauti, ég tala nú ekki um ef börnin fá að vera með ♡
Dagatal! Þetta hér að ofan er frá Ferm Living en svona “vasa” dagatöl fást einnig frá fleiri merkjum og einnig hægt að búa til sjálf, hér er hægt að koma fyrir litlum pökkum, happaþrennum, miðum með hugmyndum af samveru og slíkt. Eða einfaldlega konfektmolum fyrir fjölskylduna. Einföld og skemmtileg hefð sem leysir af hólmi dóta eða súkkulaðikrakkadagatölin sem eru minna spennandi í hugum margra…
Kertastjakinn sem ég nota á aðventunni er hvítur Nappula frá iittala *gjöf* sem ég eignaðist síðustu jól og finnst fallegt að skreyta með greinum og ýmsu sem fellur til. Klassísk hönnun sem hentar einnig allan ársins hring og um að gera að nota stjakana ekki aðeins á jólunum.
Kubus stjakinn prýðir mörg íslensk heimili og því tilvalinn til að skreyta fyrir aðventuna.
Látlausar og einfaldar pappírsstjörnur eru vinsælar til jólaskreytinga. Má m.a. finna slíkar hjá Dimm, Snúrunni, Fakó og í fl. verslunum.
Fallegt aðventukerti í Kubus skál skreytt mosa og könglum.
Lítið jólatré í vasa er dásamlega fallegt jólapunt, stundum er einfalt hreinlega best. Grænar greinar í blómavasa er eitthvað sem hentar flestum – líka þeim sem eru lengi að detta í jólagírinn! Sjá hvað þetta kemur vel út í klassískum iittala vasa.
Einfalt og ilmandi aðventukerti frá Ferm Living, hér er hægt að krossa yfir dagana og telja til jóla. Ég elska jóla ilmkerti og hef vanið mig á að eiga amk frá Skandinavisk og Urð sem eru uppáhalds ilmirnir mínir. Þetta að ofan er líka mjög gott.
Hýasintur, útilukt og feldur á pallinn eða svalirnar ♡
Stjaki frá Haf Studio er klassísk hönnun og einn af fáum íslenskum kertastjökum sem henta vel fyrir aðventuna.
Jólalínan frá Finnsdóttir (núna aðeins Dottir), er í miklu uppáhaldi og hef ég gaman af því að safna þessum jóladýrum. Fást í Snúrunni.
Látlaus kertahringur sem má einnig hengja upp með böndum, hann er frá Ferm Living.
Jólatrén frá Ker (áður Postulína) eru í uppáhaldi hjá mér, ég á þegar nokkur hvít og amk eitt svart (þarf að finna til jólakassann minn og telja haha) og það væri gaman að bæta við í ár gráum. Fást hjá Guðbjörgu í Ker og í Haf store.
Grænn krans er ómissandi að margra mati á aðventunni og hægt að útbúa slíkan í endalausum útfærslum. Litlir úr grænum greinum til að hengja í glugga, vafna flauelskransa á hurðina eða stærðarinnar lifandi grenikrans í stofuna. Þetta er auðveldara en það lítur út fyrir að vera – ég lofa. Greni, klippur, vír og voila!
// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu
Skrifa Innlegg