fbpx

FALLEG VERSLUN : INSULA

BúðirFyrir heimiliðÍslensk hönnunVerslað

Ég ætlaði að vera búin að sýna ykkur þessar myndir frá versluninni Insula á Skólavörðustíg fyrir alltof löngu síðan. En betra er seint en aldrei, svo hér koma þær:) Ég er ótrúlega hrifin af svona litlum sérverslunum og líður alltaf smá eins og ég sé í útlöndum þegar ég skoða vörur sem ég hef hvergi annars staðar rekist á.

Insula er rekin af innanhússhönnuðinum og smekkdömunni Auði Gná, hún er bæði með sérvörur hannaðar af sér t.d. þessa gullfallegu gærupúða ásamt töffaralegum tattoo viskastykkjum og tattoo púðum. -En verslunin er einmitt staðsett fyrir neðan tattoo stofu og deila þau sama inngang.

x0-Cs83FiuAmLI0EEtxjfUwjGP0URP2X1jMJzmvxMIM

 © Nanna Dís / nannadis.com

S_tKaz6aQPD31wkLM9l3_ydv9laUUXuCFtLcBotLcEU

© Nanna Dís / nannadis.com

6QKS_MAxENyNw5bRbkEcHG4pKjVcZogm19HHZKwdG3c

 © Nanna Dís / nannadis.com

H-KyzqrxVhGtgQGWi5pCpgzI3j3nxDNuh-vV2hT0vKc-1

 © Nanna Dís / nannadis.com

Loðnu gærupúðarnir eru eitt það fyrsta sem þú tekur eftir þegar komið er inn í verslunina og eru þeir ofarlega á mínum óskalista. Þeir eru 100% íslenskir og eru sérstaklega framleiddir fyrir verslunina undir nafninu Further North.

fkD4KrdaByW1KlCpG9XJyBwzyXksVD_JkJvdd-Q-SAM

Myndirnar allar hér að ofan tók ljósmyndarinn: Nanna Dís / nannadis.com

1797327_499264900184943_1593019299_n

 Úrvalið í Insula er mjög áhugavert og öðruvísi.. hnífar, ilmvötn, púðar, keramik, myndlist og annað fallegt fyrir augað. Ég þarf einmitt að kíkja á hana aftur sem fyrst, er spennt að sjá allar nýjungarnar frá því síðast:) Hægt er að fylgjast með Insula á facebook hér

Ég mæli með rölti í miðbæinn og kíkja við í leiðinni á hana Auði Gná á Skólavörðustíginn í Insula, það er vel þess virði, þó ekki nema bara til að klappa þessum fallegu gærupúðum!

 

ANDY WARHOL SERVÍETTUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hildur Ragnarsdóttir

    18. March 2014

    nei nú verð ég að drífa mig! ég er alltaf á leiðinni í þessa búð !

    elska þessa púða og allt tattoodæmið!

    xx

  2. Elva lita :o)

    18. March 2014

    Svo margt fallegt hjá henni Auði Gná – langar í einn bleikan gærupúða :o)