Hver vill ekki búa í Hafnarfirði? Hér er á ferð 4 herbergja björt draumaíbúð á tveimur hæðum á frábærum stað í Hafnarfirði þar sem hægt er að ganga í alla þjónustu, t.d. í sund og matarbúðina og mjög stutt og falleg gönguleið meðfram sjónum að miðbænum. Algjör draumur og ekki skemmir fyrir hvað íbúðin hefur verið gerð upp á vandaðan hátt, enda mikil smekkkona sem hér býr og því auðveldlega hægt að flytja beint inn♡ Sjáið líka hvað gluggarnir eru gordjöss!
Fallegt málverk eftir Heiðdísi Helga má sjá hér á veggnum.
Fyrir áhugasama þá er opið hús í dag!
Myndir: Mbl.is Fasteignavefur / Pálsson fasteignasala
Skrifa Innlegg