Ég vona að þið hafið flest tekið eftir fjölgun á íslenskum vefverslunum undanfarið, það er nefnilega oft skemmtilegast í heimi að versla á netinu og ég er alveg gífurlega ánægð með þetta úrval:) Vefverslunin Esja Dekor opnaði nýlega og er hún með virkilega fallegt úrval af allskyns vörum fyrir heimilið, t.d. veggfóður, plaköt, rúmföt og sætar pappírsvörur frá franska merkinu Miss Etoile.
Um helgina verður haldinn Pop Up markaður Esju Dekor sem ég mæli svo sannarlega með að kíkja á:) Ég tók saman nokkrar vörur sem eru í uppáhaldi hjá mér til að deila með ykkur,
Segulveggfóðrið frá Scandinavia er æðislegt, ég hef aldrei prófað áður segulveggfóður en það er s.s. hægt að festa á það myndir o.fl.með seglum. Sniðugt í barnaherbergið!
Veggmyndir prentaðar á birkivið frá Faunascapes.
Rúmföt frá Snurk með prjónamynstri:)
Þetta er eitthvað fyrir sambloggara minn hana Hilrag, tímabundið tattoo:)
Lunda plakat frá Silkebonde:)
Nokkrir hlutir sem mættu rata hingað heim…
Ég mæli með að skella þessu inn í helgardagskrána:)
Skrifa Innlegg