fbpx

ENN MEIRA FALLEGT Á ÓSKALISTANUM // MARS

Óskalistinn

Þegar sandalar og litríkur kjóll er kominn á óskalistann þá hlýtur að vera að styttast í vorið. Á undanförnum mánuði þá hafa þrír blómavasar brotnað á heimilinu og eru því tveir ansi fínir sem eru komnir á óskalistann, annar þeirra svona krúttlegur bossa-vasi og sést víða undanfarið og svo einnig klassískur glær Aalto vasi sem fer hvaða heimili vel. Ég elska litríku hönnunina eftir Helle Mardahl og læt mig dreyma um litríka glerskúlptúra eða fallegar skálar sem minna smá á nammimola… þetta og svo miklu fleira fallegt fyrir augað ♡

// 1. Smart plakat frá Poster & FrameDimm. // 2. Sumarilmur í glasi – hef oft mælt með áður og núna styttist í sumarið og tilvalið að ilma eins og heitur sólardagur. Bronze Goddess frá Estée Lauder. // 3. “Bossavasi” – Plant Pot lady frá Present Time – er væntanlegur hjá Póley. // 4. Happy bolli frá Design Letters í gleðilit! Epal. // 5. Bleikur kjóll frá merkinu YAS, fæst í Vero Moda. // 6. Klassískur glær Aalto vasi, fæst hjá flestum söluaðilum Iittala og ibúðinni. // 7. Halo litað ljómadagkrem frá Smashbox sem mig langar mikið að prófa, finnst gott að bera eitthvað létt á andlitið til að fríska mig við ef ég er t.d. á leið á æfingu. Þetta hljómar vel. Snyrtivöruverslanir. // 8. Kubus 1 kertastjaki frá Bylassen, Epal. // 9. Skyggingarpalletta frá Smashbox, þessi er æðisleg. Snyrtivöruverslanir. // 10. Helle Mardahl glerskúlptúr í dásamlegum litum, þarf að kynna ykkur betur fyrir þessari fallegu hönnun. Fæst í Vest. // 11. Sandalar frá Chloé, MyTherese.com. // 12. Falleg svört blússa með opnu baki frá AndreA.

Sitthvað fallegt fyrir okkur sjálf – það má ♡

BLÁR DRAUMUR

Skrifa Innlegg