fbpx

ELDHÚSHORNIÐ MITT

EldhúsPersónulegt

Ég eignaðist loksins langþráða Dymo merkingarvél um daginn en hana pantaði ég af Amazon og lét senda til vinkonu minnar í Cardiff. Ég keypti mér þessa hér, fyrir áhugasama en hún kostaði bara 1.400 kr. Ég var ekki lengi að merkja nokkrar krúsir í eldhúshorninu mínu en í þeim eru rúsínur, kókosflögur og chia fræ.IMG_0048

Glerboxin sem ég merkti eru Iittala og fengust í Epal á sínum tíma, hef þó ekki séð þau lengi en ég væri gjarnan til í að bæta tveimur hvítum við. Koparkrúsin er úr Snúrunni en í henni geymi ég saltflögur, marmarabakkinn er einnig þaðan en marmarastandurinn er úr Góða Hirðinum. Þetta eru flest allt gamlir hlutir en ég er venjulega spurð í athugasemdum hvaðan hlutirnir eru svo núna er bara allt komið á hreint:)

IMG_0049

Núna þarf ég að finna mér fleiri hluti til að merkja, ég er alveg hrikalega skotin í þessari vél:)

x Svana

Svart á hvítu á Facebook – HÉR

KRÚTTLEGASTI LAMPINN : BUBBLE

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hólmfríður Birna

    14. April 2015

    Mig langar rosalega að forvitnast hvar þú fékkst þessar fínu krukkur undir allt hollmetið ;) – og hvort þær séu vel loftþéttar?

    Kv. Hófí

  2. Svart á Hvítu

    14. April 2015

    Ég fékk þær í Epal fyrir nokkrum árum síðan, þær hafa virkað vel fyrir mig en eru svosem ekki 100% loftþéttar. Það gengur svosem nokkuð hratt af þessu hjá mér að ég hef aldrei fundið neitt að gæðunum.
    Kv.Svana