fbpx

EKKI MISSA AF WILLIAM MORRIS Á KJARVALSSTÖÐUM // ALRÆÐI FEGURÐAR

Mæli með

 

Sýning á verkum breska hönnuðarins William Morris, Alræði fegurðar – Let Beauty Rule, opnar sunnudaginn 30. júní á Kjarvalsstöðum kl. 16:00. Ég hef eytt dágóðum tíma undanfarna daga á Kjarvalsstöðum vegna skemmtilegs verkefnis sem ég tók að mér og hef því fengið að fylgjast með uppsetningunni á þessari merkilegu sýningu. Í fyrsta sinn sem ég gekk inn í sýningarsalinn fékk ég gæsahúð því fegurðin var svo mikil og yfirheiti sýningarinnar á alveg einstaklega vel við, Alræði fegurðar – Let Beauty Rule. 

Það er þvílíkt blómaþema á Kjarvalsstöðum í sumar en núna eru einnig yfirstandandi sýningar á verkum Sölva Helgasonar (Sólon Íslandus) Blómsturheimar, og að sjálfsögðu sýning á verkum Kjarvals, Get ekki teiknað bláklukku, þar sem listamaðurinn Eggert Pétursson hefur sett saman sýningu á blómaverkum Jóhannesar S. Kjarvals.

Safnbúðin á Kjarvalsstöðum er einnig flæðandi í fallegum gjafavörum í tengslum við William Morris sýninguna ásamt fallegri íslenskri hönnun og frábæru úrvali af barnavörum og leikföngum.

Um sýninguna // 

Listasafn Reykjavíkur kynnir með stolti fyrstu stóru sýninguna á Íslandi á verkum breska hönnuðarins William Morris. Sýningin gerir skil fjölbreyttu ævistarfi Morris en hann fékkst bæði við hönnun, skáldskap og var framúrskarandi handverksmaður. Hann var sósíalískur aktívisti og hugmyndir hans um samfélag iðnbyltingarinnar þóttu byltingakenndar.  Á sýningunni eru auk frumteikninga af munstrum Morris; útsaumsverk, húsgögn, fagurlegar skreyttar bækur, flísar auk verka eftir samferðamenn Morris á borð við Dante Gabriel Rossetti.

“Ég vil ekki list fyrir fáa fremur en menntun fyrir fáa eða frelsi fyrir fáa.” William Morris, 1877.

Þessi mynd er tekin í safnbúðinni í dag – ég er með augun á græna púðanum, hann er æði!

Mæli svo sannarlega með að kíkja við og fyllast innblæstri á þessum einstöku sýningum sem nú standa yfir á Kjarvalsstöðum.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

GLÆSILEGT HEIMILI MEÐ SVART & SEXÝ ELDHÚS

Skrifa Innlegg