fbpx

EITT GAMALT & GOTT

Íslensk hönnunTímarit

Ég sá í dag að “gömlu” innliti frá Steinunni Völu sem birtist í Nude Magazine fyrir nokkrum mánuðum hafði verið deilt á blogginu þeirra og mér þótti mjög gaman að lesa viðtalið aftur og því deili ég því líka hér.

Stofa5
Steinunn4

Steina Vala er smá uppáhalds en ég heimsótti hana líka hjá Húsum og Híbýlum þegar ég starfaði þar, hún er svo einlæg og það er gaman að spjalla við hana um lífið og hönnunina.

“Það er gott að vinna við það sem maður hefur ástríðu fyrir, hvort sem það er að vera hönnuður eða eitthvað annað. Fyrir mér er vinnan aldrei kvöð þó ég vinni mjög, mjög mikið. Ég hef ástríðu fyrir því að skapa og gæti teiknað, skoðað og búið til hluti allan daginn, alla daga. Ég gleymi tíma og rúmi þegar ég vinn við sköpun.”

Allt innlitið má lesa og skoða hér. 

NÝTT FRÁ LOUIS POULSEN: KOPARLAMPI

Skrifa Innlegg