fbpx

EINSTAKT HEIMILI KATRÍNAR ÓLÍNU

HeimiliÍslensk hönnun

Hafandi unnið við fjölmiðla í nokkur ár þá hef ég líklega haft samband við yfir hundrað manns og beðið um að fá að kíkja í heimsókn ásamt ljósmyndara fyrir tímarit eða annað. Ég hef því oft lista við höndina yfir aðila sem eru líkleg til að eiga mjög smart heimili og eitt nafn sem hefur lengi verið á listanum mínum er Katrín Ólína, sem er einn fremsti íslenski hönnuðurinn og þið kannist 100% við hennar verk (t.d. Tréð frá Swedese).

Það var svo í gær sem nýjasta innlitið hjá snillingunum á bakvið Islanders birtist og það er einmitt heima hjá Katrínu Ólínu, og það sem ég varð glöð að sjá þessar myndir. Heimili sem er ólíkt öllum öðrum, persónulegt, smá skrítið en alveg ofboðslega fallegt.

Stöllurnar á bakvið Islanders eru þær Auður Gná, innanhússhönnuður og Íris Ann ljósmyndari og fjalla þær um á vefnum sínum áhugaverð heimili Íslendinga á vandaðan hátt. Ég mæli með að þið skellið ykkur yfir á Islanders og lesið greinina og flettið í gegnum þessar geggjuðu myndir. Þær eiga hrós skilið fyrir vandaðar umfjallanir, textinn (á ensku) sem Auður Gná skrifar er sérstaklega vel gerður og gaman að lesa, og myndirnar hennar Írisar Ann eru dásamlegar.


8-2

9-2 18-3 30

// Myndir Íris Ann via Islanders.is

Það eru nokkrir hlutir sem finna má á heimili Katrínar sem sitja á óskalistanum mínum, þar má m.a. nefna postulíns kanínuna sem Katrín skreytti fyrir Rosenthal árið 2005, ásamt Cross lyfjaskápnum frá Cappellini sem ég skal eignast einn daginn (sjáið hann inni á baðherberginu). Þú þarft svosem að vera alveg ekta hönnunarnördi til að yfir höfuð spá í svona hlutum haha. Katrín Ólína er án efa ein af mínum uppáhalds hönnuðum, verk hennar eru mörg hver á mörkum hönnunar, myndlistar og myndskreytinga og það er svo sannarlega hægt að gleyma sér yfir þeim.

Eigið góða helgi !

skrift2

BLEIKUR DAGUR Í DAG ♡

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Helga

    15. October 2016

    Hvaðan er Maríu styttan sem er á borðstofuborðinu á efstu myndinni til vinstri? Hún er geðveikt töff!

    • Svart á Hvítu

      16. October 2016

      Þetta virðist vera einhverskonar japönsk postulínstytta, líklega keypt á ferðum Katrínar um heiminn:)