fbpx

EINN ÞEKKTASTI BLOGGARI SKANDINAVÍU SELUR HÚSIÐ – SJÁÐU MYNDIRNAR

Heimili

Ein þekktasta bloggdama í bransanum er án efa hin smekklega norska Nina Holst hjá Stylizimo blogginu sem ég hef fylgst með nánast frá upphafi, heimilið hennar er algjör draumur þar sem hönnunaríkon mæta hreinræktuðum skandinavískum stíl. Hún vinnur gjarnan með stærstu hönnunarframleiðendum á Norðurlöndunum, Fritz Hansen, Louis Poulsen og fleiri eðalmerkjum og heimilið hennar er uppspretta innblásturs fyrir þá sem elska stílhrein og fáguð skandinavísk heimili og er Nina jafnframt stílfyrirmynd margra.

Núna er komið að því að glæsilega heimilið hennar Ninu sem staðsett er í Drammen, Noregi er komið á sölu – og þrátt fyrir að hafa séð marga króka heimilisins oftar en hundrað sinnum þá komu fasteignamyndirnar mér þó á óvart og margt nýtt var að sjá.

Kíkjum í heimsókn á þetta glæsilega og vandaða heimili ♡

Myndir : Finn.no

Það er sérstaklega gaman að fá að sjá alla króka og kima á þessu fallega heimili, geymslu, þvottahús, skrifstofur og verönd þar sem allt er vandlega valið og fallega stillt upp. Heimilið er stílhreint og nánast allt er í annaðhvort hvítu, svörtu, gráu og brúnu svo heildin er mjög þægilega falleg ef svo má að orði komast. Hvað finnst ykkur?

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

STÆKKAÐI ÍBÚÐINA MEÐ HJÁLP PINTEREST

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1