fbpx

EINN DRAUMUR Í EINU…

Persónulegt

Þetta kvót fylgdi með fyrsta tímaritinu sem ég keypti á árinu og jafnframt uppáhaldstímaritinu mínu, Bolig Magasinet. Það hefur síðan þá fengið að vera uppá vegg og núna prýðir það litla skrifstofuhornið mitt. Ég sagði ykkur frá því í þarsíðustu færslu að ég hafi loksins látið einn stóran draum rætast á dögunum, ég hef fengið nokkrar ágiskanir frá vinkonum hvað ég hafi nú verið að gera en sú besta var án efa að ég hafi loksins keypt mér Svan. Nei þessi draumur var nefnilega annars konar.

IMG_2279

IMG_2277

Ég hef voða gaman af svona setningum sem veita innblástur eða annarsskonar áminningar til að vinna í sjálfum sér. Þessi litla bók hér að neðan “Gullna reglubókin” hefur verið uppá ísskáp hjá mér í mörg ár, en mamma færði mér hana þegar ég bjó ein í Hollandi og var í mjög ströngu námi. Á henni stendur “Elsku Svana Lovísa, lestu þessa bók annað slagið, knús mútta♡”, fyrir utan að hafa gefið mér bókina hefur hún oft hvatt mig til að fara á Dale Carnegie námskeið en bókin litla er einmitt frá þeim komin. Ég fór fyrir um 2 árum síðan á kynningarnámskeið og hef alltaf annað slagið íhugað að skella mér loksins en aldrei látið verða af því. Ég tók nokkrar vikur í lok síðasta árs í að reyna að draga Andrés minn á námskeiðið því ég var að vonast til að hann gæti svo bara kennt mér það sem fram færi á námskeiðinu. Það væri jú aðeins þægilegra fyrir mig en að fara bara sjálf?

IMG_2281IMG_2282

Núna get ég sett ✓ við fyrsta drauminn sem ég ætla að láta rætast á árinu, jafnframt sá mikilvægasti til að láta hina draumana rætast.

Ég skráði mig loksins og ætla vonandi að leyfa ykkur að fylgjast með:)

-Svana

ÓKEYPIS & FALLEGT MINIMALÍSKT DAGATAL

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Eva

    2. February 2015

    vel gert sæta! – mazzar það

  2. Agla

    3. February 2015

    Duglega Svana mín :*

  3. GM

    4. February 2015

    Yndislegt Svana :)