fbpx

EINFÖLD HILLA ÚR LEÐRI & TRÉ

DIYIkea

Ég virðist aldrei verða svikin af því að líta við á Ikea Livet Hemma síðuna og það kom mér einnig skemmtilega á óvart að myndirnar sem ég var að dást að í þetta skiptið voru teknar af íslenskum ljósmyndara sem heitir Ragnar Ómarsson. Það er auðvelt að gleyma sér í að vafra um á skemmtilegum síðum og þessi er ein af þeim, að lokum tók ég saman tvö DIY verkefni þaðan til að sýna ykkur en ekki þetta eina sem að nafn færslunnar gefur til kynna. Byrjum á þessari einföldu vegghillu sem gerð er úr leðurböndum og einni Ikea Ekby hillu. ikea_diy_lader_inspiration_2

Myndir: Ragnar Ómarsson

ikea_diy_lader_inspiration_3

Verkefni tvö sem ég ætla að sýna ykkur er einnig afskaplega einfalt og hægt að sérsníða að hverju heimili. Það hefur verið mjög vinsælt að breyta Ikea Vittsjö hillum og allskyns skemmtilegar útfærslur til af þeim á netinu, hún mútta mín er einmitt þessa stundina að breyta einni og setja spítur ofan á hillurnar dálítið í anda þess sem Soffía Dögg bloggari á Skreytum hús gerði frægt, sjá hér. Ég er mjög spennt yfir útkomunni en svona fyrir og eftir verkefni eru alltaf jafn skemmtileg. Í þessu tilfelli voru einfaldlega lagðar flísar ofan á hillurnar, á efri myndinni eru flísarnar úr steypu og sú neðri er með marmaraflís.

ikea_DIY_VITTSJOx2_inspiration_1

Myndir: Sara Medina Lind

ikea_DIY_VITTSJOx2_inspiration_3-1

Stílistinn hún Pella Hedeby sem hlýtur einn daginn að verða vinkona mín því ég dásama hana svo oft, hún er höfundurinn af þessum æðislegu verkefnum en hún er algjör snillingur þegar kemur að því að raða saman hlutum og mynda fallega heild.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

Á ÓSKALISTANUM: LEÐURPÚÐI FRÁ ANDREA

Skrifa Innlegg