fbpx

EINAR & ARON Í MIKADO SELJA FALLEGA HEIMILIÐ SITT

Íslensk heimili

Einar Guðmundsson og Aron Freyr grafískir hönnuðir, smekkmenn miklir og eigendur hönnunarverslunarinnar Mikado Reykjavík hafa sett íbúð sína við Hofsvallagötu á sölu. Hér er ferð gullfallegt og hlýlegt heimili prýtt vandaðri klassískri hönnun og hér má einnig sjá þeirra eigin hönnun í bland við vel valdar vörur úr verslun þeirra, Mikado. 

Kíkjum í heimsókn,

Stofan er alveg einstaklega smart með kalkmáluðum veggjum og vel völdum húsgögnum. Sófinn er glæsilegur frá Norr11 ásamt hægindarstólnum. Ég elska hvað stíllinn er smá hrár en þó svo hlýlegur – þið sem hafið heimsótt Mikado sjáið vel tenginguna – ég mæli svo mikið með heimsókn í búðina þeirra.

Gólflampinn er eftir AC Studio, stofuborðið er frá Norr11 og kollurinn er frá Frama.

Frama Cph er vandað hönnunarmerki sem fæst í Mikado og má sjá nokkra hluti frá þeim prýða heimilið, meðal annars þessa glæsilegu vegghillu.

Þetta einstaka verk var partur af útskriftarverkefni Einars frá LHÍ.

Plakatið er Poster Collective, stólarnir Frama, te ketillinn er frá Kinto, svo fallegur!

Lampinn er frá Frama og kallast T-lamp. 

Spegillinn er frá Frama og plakatið er verk eftir Einar – fæst bæði hjá Mikado. 

Baðherbergið er með Terrazo flísum og málað í hlýjum grænum lit.

Vasinn er eftir vinkonu þeirra, Heru Guðmundsdóttur og kollurinn er Frama. 

Gólflampinn er frá Habitat og fyrir ofan sjónvarpið er verk eftir Aron. 

 Myndir : Hörður Sveinsson

Það kemur ekki á óvart að þeir Aron og Einar búi smart, hér eru á ferð miklir fagurkerar og verður gaman að sjá vonandi brot af nýja heimilinu þeirra! Fyrir áhugasama þá getur þú séð allar upplýsingar um íbúðina á fasteignavef mbl.is

Eigið góða helgi!

Fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu

MÚMÍN VETRARLÍNAN ER MÆTT // SNOW MOONLIGHT

Skrifa Innlegg