fbpx

EIN ÍBÚÐ / ÞRÍR STÍLISTAR

Heimili

Ég rakst á einstaklega skemmtilegt stílistaverkefni á dögunum þar sem að sænska fasteignasalan Fastighetsbyran fékk til liðs við sig þrjá þekkta stílista sem stíliseruðu sömu íbúðina hver á sinn hátt. Þessi hugmynd er algjörlega æðisleg og útkoman frábær og ættu flestir að geta tengt við rýmin sem þið sjáið og mögulega séð fyrir sér að vilja búa þar. Mikið væri skemmtilegt að sjá íslenska fasteignasölu reyna við þetta verkefni.

Tina Hellberg stíliseraði íbúðina í klassískum en töffaralegum skandinavískum stíl.

A-3F-3G-3K-3 J-3 H-3 E-3 B-3

Hans Blomquist stíliseraði íbúðina í hlýlegum rustic stíl.

A-2 B-2 E-2 F-2 G-2 H-2 J-2 K-2

Mikael Beckman stíliseraði íbúðina í klassískum sænskum stíl, mjög mikið í takt við stílinn hjá Svenskt tenn (sem er ein þekktasta innanhússhönnunarverslun í Svíþjóð frá 1924.)

G-1B-1

A-1 K-1J-1H-1 F-1

Hver er ykkar uppáhalds?

x Svana

Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér 

Á GANGINUM...

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. Anna Ragnarsdóttir Pedersen

    13. November 2014

    Ég er hrifnust af útfærslunni sem Tina Hellberg á heiðurinn af. Mér finnst hún hlýleg og falleg :)

  2. Valdís

    13. November 2014

    Tina Hellberg útfærslan á best við mig. Hinar tvær eru mjög fallegar en bara ekki alveg ég. En þetta er alveg drullu sniðugt concept þ.e. að útfæra sömu íbúðina á þrjá mismunandi vegu, kemur alveg slatti af möguleikum í ljós.

  3. Reykjavík Fashion Journal

    13. November 2014

    Vá hvað þetta er skemmtilegt! Æðisleg hugmyndin líka með hvernig myndirnar eru settar upp á lúkki nr. 2 :)

  4. Elín

    13. November 2014

    Og hvað heitir græna plantan sem er í sturtunni hjá Tina Hellberg? Hefur þú annars ekki talað um samskonar blöðku í annarri færslu, eða er ég alveg að rugla?

    • Svart á Hvítu

      14. November 2014

      Jú það passar, hún heitir Rifblaðka eða Monstera delicosa:) Ég gerði dauðaleit á sínum tíma eftir slíkri plöntu án árangurs, fyrir utan eina ljóta í Garðheimum:/ Ef þú finnur hana máttu endilega senda mér línu:)

      • Elín

        14. November 2014

        Ahh takk takk, þetta nafn er búið að æra mig! Mikil google leit að baki og nú verður verkefnið að finna blessaða plöntuna. Ég veit að samstarfskona mín er í sömu hugleiðingum og ég skal láta þig vita ef okkur miðar eitthvað áfram í leitinni.

        • Svart á Hvítu

          14. November 2014

          Snilld, takk:) Gangi þér vel með leitina, ég krossa fingur;)

  5. Hildur

    14. November 2014

    Hæ, ég fékk svona plöntu í IKEA í fyrra.

  6. Hrafnhildur

    14. November 2014

    ég er svona blanda af Tinu & Hans :)
    en tvær spurningar … ekki veistu hvaðan kollarnir (Tina mynd nr. 2) eru og hvaðan gráa/eikar hillan/hirslan inná baðherberginu (Tina mynd nr. 5) er ?
    annars bara geggjað concept :)

  7. Berglind

    17. November 2014

    Er nokkur séns að það sé hægt að komast að því hvað liturinn á veggnum hjá Hans Blomquist (í stofunni) heitir ?