Ég rakst á einstaklega skemmtilegt stílistaverkefni á dögunum þar sem að sænska fasteignasalan Fastighetsbyran fékk til liðs við sig þrjá þekkta stílista sem stíliseruðu sömu íbúðina hver á sinn hátt. Þessi hugmynd er algjörlega æðisleg og útkoman frábær og ættu flestir að geta tengt við rýmin sem þið sjáið og mögulega séð fyrir sér að vilja búa þar. Mikið væri skemmtilegt að sjá íslenska fasteignasölu reyna við þetta verkefni.
Tina Hellberg stíliseraði íbúðina í klassískum en töffaralegum skandinavískum stíl.
Hans Blomquist stíliseraði íbúðina í hlýlegum rustic stíl.
Mikael Beckman stíliseraði íbúðina í klassískum sænskum stíl, mjög mikið í takt við stílinn hjá Svenskt tenn (sem er ein þekktasta innanhússhönnunarverslun í Svíþjóð frá 1924.)
Hver er ykkar uppáhalds?
x Svana
Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér
Skrifa Innlegg