…er hægt og rólega að verða að engu. Mér sýnist á öllu að minn maður ætli hreinlega að skipta um fag, planið var að koma fyrir vinnuaðstöðu fyrir okkur bæði en so far er þangað komið inn: æfingarhjól, crossfit “hoppukassi” og 4 stór lóð á stöng. Hrikalega lekkert alveg hreint, ég ætti hinsvegar að geta sagt upp kortinu mínu í World Class og skottast bara út í skúr. Er það ekki draumur allra sem eru heimavinnandi?:)
Þessar myndir leyfa mér þó að halda áfram að dreyma…
Ég bíð bara eftir að fá smá aukaorku sem fær mig til að nenna að koma öllu á sinn stað í skúrnum okkar svo að draumurinn um vinnustofuna eigi ennþá séns. Þetta skal verða að veruleika:)
-Svana
Skrifa Innlegg