fbpx

DRAUMURINN UM FATAHERBERGIÐ

Fyrir heimiliðÓskalistinnPersónulegt

Þar sem að kærastinn minn starfar sem innréttingarsmiður þarf ég oft að hlusta á frásagnir hans af glæsilegum fataherbergjum sem hann setur af og til upp í sumum af flottari húsum landsins. Fyrirtækið sem hann starfar fyrir er mjög rótgróið í þessum bransa og þeir sinna mjög stórum og flottum verkefnum. Stundum fæ ég hreinlega vatn í munninn af frásögnum hans af heimilum þar sem allt er sérsmíðað frá gólfi upp í loft.

Ég hef þó ákveðið að líta bara á þetta sem svo að hann sé bara að safna reynslu…sko reynslu til að smíða handa mér í framtíðinni flottasta fataherbergi sem sögur fara af. -Ok smá ýkjur, en… mögulega, kannski.. einn daginn!

6e3a548a209c60da97427a0a2a69a24f

Þangað til skoða ég bara myndir af hinum ýmsu fataherbergjum á Pinterest.

6fbe5f19cdd00e34228e3a8f9ef4c7ca24cec19871623c2754a17053ae84721182fef76bbf1e98c5fa1ec9ded12d41c3 88c68b5fae9dd803f028484a5e6832b6 142a9faf601ec41b542f348ef0b40e11 223db9df0f6e4071d4ac10d5d199992f49106d14be8ec6f2ad738bcb9299a534 064824b9c7047c14c4c72818bfac551d 135017b97d94769fd30a9a7e8d30e4e0a763b4bb145d1afaebc12544b5cedbe9 b724e69d435fcacd8f4ec9749b462b4dWalk-in-closet

 Þessi fataherbergi eiga það þó sameiginlegt að vera ekki sérsmíðuð.. meira svona Ikea lausnir hér og þar:)

Það er nefnilega raunhæft markmið!

 

BJART & FALLEGT Í SVÍALANDI

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

  1. LV

    6. March 2014

    Ohh ég tryllist við að skoða þessar myndir.. langar ííííííí :)
    En þú heppin með kallinn, þá veit hann allt do´s and dont´s þegar kemur að ykkar herbergi ;)

    -LV

    • Svart á Hvítu

      6. March 2014

      Nákvæmlega… hann hristir samt bara hausinn yfir þessari færslu haha:)

      • Elva litla lipurtá :o)

        6. March 2014

        …hristir hausinn því hann er svo spenntur að byrja c”,)

  2. Ágústa Harrysdóttir

    6. March 2014

    Shiii ég verð að vinna í lottó núna og kaupa hús og fá fataherbergi!

  3. Kristbjörg Tinna

    7. March 2014

    Ég sé ennþá eftir að hafa ekki keypt hælaskó myndina þegar hún var til sölu á síðunni hérna http://www.theresesennerholt.se Ef ég eignast einhvertíma fataherbergi þá mun ég gráta það að haga ekki keypt þessa mynd. Þó það væri ekki nema bara til að eiga EF að einn daginn ég myndi eignast fataherbergi hahaha

    • Guðrún Vald.

      7. March 2014

      Mér sýnist hún ennþá vera til. Ekkert smá falleg!
      Mig langar samt mest í heimi í Gubi spegilinn! En hann er aðeins of dýr fyrir mig. :)

      • Kristbjörg Tinna

        13. March 2014

        Vá ég tékkaði ekki einu sinni haha. Fór í sölu í takmörkuðu upplagi og ég var bara með það á 100% hreinu að það myndi seljast upp á viku! Verð að endurskoða þetta eitthvað ;)

  4. Margrét Rós

    7. March 2014

    Nú tala ég af reynslu og vitiði hvað – fataherbergi eru ofmetin. Það er alltaf drasl þarna inni (allavega hjà mér). Fötin/skórnir verða rykug og að þurfa að hengja allt upp á herðatré er glatað :) haha í alvöru þau eru ekki eins mikill draumur og maður heldur

    • Svart á Hvítu

      7. March 2014

      Ég ætla að þykjast ekki hafa séð þetta komment hahaha.
      En jú, ég get reyndar trúað því að það færi allt í drasl hjá mér.. ég ræð varla við eina kommóðu og eitt fatahengi í dag:)
      Nema að þegar ég eignast þetta risa fataherbergi, þá verð ég orðin svo “rík” að ég bara ræð e-n í vinnu við að halda heimilinu fínu, hvernig væri það nú;)
      -Svana

      • Kristbjörg Tinna

        13. March 2014

        Mjög gott ráð Svana haha. En ég er ekki sammála.. miðað við mína fullkomnunaráráttu yrði nú ekki oft drasl í svona herbergi. Svo er maður eflaust með allavega eina kommóðu líka og hana færu föt sem maður notar lítið og myndu þar af leiðandi rykfalla ;) Annars er reynslan mín af fataslánni minni mjög góð. Ég hef ekki einu sinni þurft að taka til á henni. Kannski jafna bilið á milli herðatrjánna en ekki meira en það. Kannski þú bara ráðir mig í vinnu Svana?