Litir veggja heimilisins eru að dekkjast alveg í takt við það sem við sjáum út um gluggann, svo hlýlegt og notalegt. Sumir kjósa að mála veggi svarta á meðan að aðrir kjósa djúpbláa liti sem eru ofsalega móðins í dag og verður æ vinsælli kostur þeirra sem eru að innrétta heimilið sitt. Það þora þessu þó alls ekki allir, sem ég skil ó vel, enda er ég afar sátt við mína hvítu veggi þó svo að þetta kitli smá, að mála stofuna í fallegum gráum lit. Það þyrfti þó eitthvað mikið að gerast ef ég tæki mig til og málaði, enda er nennan þegar kemur að heimilinu í sögulegu lágmarki… Sænski ljósmyndarinn Kristofer Johnson er afar hæfileikaríkur og tekur gjarnan myndir fyrir H&M home og Ikea ásamt allskyns djúsí tímaritum. Þessar hér að neðan tók hann fyrir breska Elle Decoration og þær fanga akkúrat þessa stemmingu sem ég á við, þetta hlýlega og notalega.
Myndir: Kristofer Johnson, stílisti: Saša Antić
Skrifa Innlegg