fbpx

DIY : TRYLLTUR HÖFÐAGAFL

DIYHugmyndirIkea

Hún Pella vinkona mín Hedeby er sú allra smartasta ef ég hef ekki sagt ykkur það milljón sinnum áður. Hún starfar sem stílisti meðal annars fyrir sænska risann Ikea og gerir þar hverja snilldina á eftir annarri. Nýjasta verkið er heimatilbúinn höfðagafl sem er einfaldlega úr málaðri MDF plötu en mesta snilldin er að á bakvið gaflinn eru festar nokkrar myndarammahillur úr Ikea sem er fullkomin lausn fyrir bækur til að grípa í fyrir svefninn. Trixið er þó að mála höfðagaflinn í sama lit og vegginn til að ná fram þessari fallegu dýpt eins og sjá má á myndunum hér að neðan.

ikea_diy_sanggavel_med_forvaring_inspiration_1 ikea_diy_sanggavel_med_forvaring_inspiration_2_2

Ljósmyndir: Ragnar Ómarsson via Ikea 

Myndirnar birtust á Ikea blogginu / Ikea Livet Hemma sjá hér. Alveg fullkomið heimaföndur ekki satt? Hvað segið þið var ekki einhver hér að leita sér að næsta DIY verkefni:) Skiljið endilega eftir athugasemd eða smellið á like hnappinn ef ykkur líkaði færslan.

skrift2

POSTULÍNA x NORR11

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anna Bergmann Björnsdóttir

    28. November 2016

    Fínt! Er einmitt búin að vera að skoða höfðagafla :)

  2. Harpa

    3. December 2016

    Við höfum verið að pæla í rúmgöflum undanfarið, þetta er mjög skemmtileg lausn :). Rúmgrindin sem við eigum er eins og þessi https://www.ikea.is/products/570321 nema ekki með skúffum undir… ætli þetta komi vel út saman? Eða ætli þetta sé bara flott með boxdýnum?