fbpx

DIY MEÐ STEYPU AÐ VOPNI

DIYHugmyndir

Ég á einn poka af steypu inni í geymslu, eða ætli það sé réttara að tala um sement? Mig langar dálítið til að detta í föndurgírinn og búa mér til eitthvað skemmtilegt úr því, t.d. bókastoð eða kertastjaka? Það er mjög auðvelt að vinna með sement það þarf bara að blanda það með vanti í réttum hlutföllum, hella í form og bíða eftir að það þorni.

Það eru þónokkur hönnunarfyrirtæki sem hafa nýtt sér sement í nýlegar vörur frá sér, t.d. Menu sem framleiðir æðislega kertastjaka. Eins er ótrúlega falleg og ódýr lausn að flota borðplötur og innréttingar í stað þess að leggja út háar fjárhæðir fyrir t.d. marmaraplötu. Gefur heimilinu vissulega hrárra yfirbragð en það kemur oftast afskaplega vel út.

:)

PINTERESTIÐ MITT

Skrifa Innlegg

13 Skilaboð

  1. Elîn

    13. May 2014

    Hvernig er það, er ekki hægt að blanda lit í steypu/sement?

    • Svart á Hvítu

      13. May 2014

      Það ætti að vera hægt að kaupa hvítt sement einhversstaðar, ég myndi kanna það? Það er erfiðara að lita gráann, nema með miklum lit en það ætti alveg að vera hægt:)

  2. Margrét

    13. May 2014

    En skemmtilegt! Hlakka til að sjá það sem þú ferð út í. :) Veistu hvernig form sé best að nota?

  3. Guðrún Vald.

    13. May 2014

    Mig hefur einmitt lengi langað að gera eitthvað svona föndur úr steypu, en ég hélt einhvernveginn að það væri svo erfitt að vinna með hana.

    • Svart á Hvítu

      13. May 2014

      Fer líklega eftir grófleika blöndunnar, en ég hef áður gert mér kertastjaka og það var mjög auðvelt:)

  4. Auður

    13. May 2014

    algjör snilld! Ég er einmitt búin að sjá svo marga hluti úr steypu sem mig langar í, þangað til ég sé verðmiðann. En hvernig form hefuru notað, t.d. eins og þegar þú gerðir kertastjakann? :)

    • Svart á Hvítu

      13. May 2014

      Með kertastjakana þá var ég bara að gera e-ð fyrir útiborð fyrir minnir mig 2 árum svo ég var ekki 100% að einbeita mér að lúkkinu:) þá hellti ég bæði í plastvatnsglös og setti löng kerti í, og reif glösin svo af. -Glösin skyldu eftir sig skemmtilegar línur. Og setti svo plastfilmu í kökuform og setti nokkur sprittkerti í:) En það var algjört möst að nota plastfilmuna í formið annars hefði ég aldrei náð því aftur úr.

  5. Jóhanna

    13. May 2014

    Hvernig gerðir þú gatið fyrir kertið í kertastjakanum sem þú gerðir?
    Mig langar ofsalega til að prófa þetta, kemur svo vel út og virðist ekkert svo mikið mál :)

    • Svart á Hvítu

      13. May 2014

      Ég lét steypuna þorna með kertinu í, ég stakk því s.s. bara í blauta steypuna svo að gatið smellpassaði!

  6. Pattra S.

    13. May 2014

    Þetta finnst mér fallegt :*