PINTERESTIÐ MITT

Fyrir heimiliðHugmyndirPersónulegt

Ég ákvað að henda saman einni færslu bara með myndum sem fanga augað mitt, myndirnar eru flestar af pinterest síðunni minni sem finna má –hér.  Ég get gleymt mér tímunum saman að leita af innblæstri á pinterest, bæði tísku, DIY, skemmtilegar setningar og heimilismyndir, þetta er langbesta innblástursveita sem hægt er að finna:) Ég þarf að sanka að mér nægum innblæstri fyrir komandi vikur, nýtt heimili og barnaherbergi krefjast nefnilega nýrra hugmynda. Ég á orðið erfitt með að einbeita mér af spenning yfir flutningunum, -þeir verða eflaust teknir með hjólbörum í þetta skiptið þar sem aðeins eru u.þ.b. þrjú hús á milli!

Vonandi var helgin ykkar ljúf,

Og til hamingju með mæðradaginn, bæði þið sem eigið mömmur hjá ykkur og líka þið sem eigið englamömmur xxx

 

FALLEGASTA BÚÐ Í HEIMI?

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    12. May 2014

    Pinterest er svo mikil snilld!