Ég á einn poka af steypu inni í geymslu, eða ætli það sé réttara að tala um sement? Mig langar dálítið til að detta í föndurgírinn og búa mér til eitthvað skemmtilegt úr því, t.d. bókastoð eða kertastjaka? Það er mjög auðvelt að vinna með sement það þarf bara að blanda það með vanti í réttum hlutföllum, hella í form og bíða eftir að það þorni.
Það eru þónokkur hönnunarfyrirtæki sem hafa nýtt sér sement í nýlegar vörur frá sér, t.d. Menu sem framleiðir æðislega kertastjaka. Eins er ótrúlega falleg og ódýr lausn að flota borðplötur og innréttingar í stað þess að leggja út háar fjárhæðir fyrir t.d. marmaraplötu. Gefur heimilinu vissulega hrárra yfirbragð en það kemur oftast afskaplega vel út.
:)
Skrifa Innlegg