fbpx

DIMM FAGNAR 6 ÁRA AFMÆLI & 20% AFSLÁTTUR UM HELGINA

Fyrir heimiliðSamstarf

Ein af mínum uppáhalds verslunum Dimm fagnar 6 ára afmæli og í tilefni þess verður 20% afmælisafsláttur alla helgina. Auk þess mun einn heppinn viðskiptavinur sem verslar um helgina ( fimt – föst – lau – sun ) eiga möguleika á því að vinna 100.000 kr. gjafabréf! Það má svo sannarlega nýta þennan afslátt í æðisleg kaup en hjá Dimm má finna svo ótrúlega margt fallegt fyrir heimilið, fyrir sælkera og fyrir barnið.

Ég mæli með að skoða t.d. fallegustu stofumottur sem ég hef augum litið sem eru frá merkinu Cappelen Dimyr og eru núna með 20% afslætti, stofumottan mín er einmitt frá því merki og ég gæti ekki mælt meira með henni svo ótrúlega falleg og mjúk. Hörloftljósin frá Watt og Weke eru einnig í uppáhaldi hjá mér og er ég með eitt í svefnherberginu. Eden Outcast er einnig mjög skemmtilegt merki með litríkum kristalskertastjökum og geggjuðum speglum. Aida er einnig í uppáhaldi hjá mér, ég á frá því merki geggjuð gyllt hnífapör – sem mega fara í uppþvottavél! Það er mikill kostur en hnífapörin eru úr miklum gæðum og á góðu verði ásamt því að fást í fleiri litum. Ég er líka hrifin af keramíkstellinu Aida Raw sem eru fallegt og stílhreint matarstell, ég á einmitt matardiskana í ljósgráum lit:)

Önnur merki sem ég mæli með að kíkja á eru: ilmkerti og ilmstangir frá Remoair – alveg geggjaðir ilmir. Eilífðarblómin frá Abigail Ahern – ég elska þetta merki! Liewood barnaföt og leikföng er æðislegt barnavörumerki sem heillar mig mikið – tilvalið að græja sumargjöf þar. Studio About er með fallega og litríka gler blómavasa. Og svo eru geggjaðar handofnar ullarmottur frá White Rug og My Moroccan rug. Þetta allt er á 20% afslætti!

Ég gæti haldið endalaust áfram en vona að þessi kauptips gefi ykkur góðar hugmyndir, athugið að afslátturinn gildir ekki af eftirfarandi vörumerkjum: Heymat · By Multi · Vissevasse. 

// Færslan er unnin í samstarfi við Dimm

P.S. Afslátturinn er að sjálfsögðu einnig í vefverslun – smelltu hér til að skoða! ♡

SAMSTARF ÓLAFS ELÍASSONAR & IKEA LÍTUR DAGSINS LJÓS

Skrifa Innlegg