Detailin skipta miklu máli að mínu mati og ég fæ nánast ofnæmisviðbrögð við heimilum þar sem allt smádót er hulið á bakvið hvítar innréttingar. Því meira að sjá, því skemmtilegra er heimilið, auðvitað er þó hægt að fara yfir línuna en það er gaman að sjá smáhluti á heimilum sem lýsa mögulega persónuleika eigandans.
Ég mæli með því að hafa allavega á nokkrum stöðum á heimilinu einhvers konar “grúppu” af smáhlutum sem þurfa þó ekkert endilega að smellpassa saman: á stofuborðinu, í eldhúsinu, svefnherberginu…
Skrifa Innlegg