fbpx

DALE CARNEGIE: MÍN REYNSLA

Persónulegt

Ég er búin að fara fram og tilbaka með það að skrifa þessa færslu og hvernig ég get komið þessu rétt frá mér. Ég vil nefnilega getað litið tilbaka seinna og séð svart á hvítu þann árangur sem ég hef náð á undanförnum vikum en ég er þó óvön að hleypa lesendum svo nálægt mér hér í gegnum bloggið. Þessi færsla er því mest fyrir mig sjálfa því ég er afskaplega stolt af mér í dag en eins og ég hef áður komið inn á þá hef ég verið á Dale Carnegie námskeiði undanfarnar vikur og útskrifaðist svo í gær með frábæran árangur. Á útskriftinni hlaut ég einnig viðurkenningu fyrir tímamótaárangur og þá sannfærðist ég um hversu stór skref ég hef tekið á þessum síðustu vikum. Mig hafði nefnilega langað að fara á Dale námskeiðið í alltof mörg ár, ég fór á dagsnámskeið fyrir tveimur árum og svo þegar ég var unglingur þá mætti ég einnig sem gestur á útskrift á einu námskeiði, svo ég hef lengi vitað hvað þarna færi fram og hversu mikið ég þyrfti einmitt á svona að halda. En árin liðu og það var ekki fyrr en ég las viðtal við eina flotta konu í blöðunum fyrir nokkrum mánuðum síðan að ég skráði mig, ætli það sé ekki líka útaf henni að ég sé að skrifa þetta, eins og ég skuldi það að koma frá mér minni reynslu? Ég er að minnsta kosti ánægð að hafa rekið augun í viðtalið á sínum tíma, eiginlega miklu meira en ánægð og því ætla ég að deila þessu með ykkur.

20150412_210702 copy

Útskriftarskírteinið bíður nú eftir að verða rammað inn og sett upp á vegg.

20150412_210601

Mikið sem ég er stolt af þessu plaggi, og á litlu miðunum má finna hrós sem allir þátttakendur skrifuðu til hvers annars og vá hvað mér þykir vænt um þessa miða, ég kemst strax í gott skap að lesa yfir hrósin:)

Ég hafði mjög miklar væntingar til námskeiðsins og ákvað að fara ‘all in’ og mætti í alla tímana mjög spennt, svo skemmdi ekki fyrir að kennarinn var einn fyndnasti maður sem ég hef hitt svo það var mikið stuð frá fyrsta tíma. Í byrjun gáfum við okkur einkunn á ýmsum sviðum og skrifuðum niður markmiðin okkar en það var ýmislegt sem ég vildi vinna í, svo ég sé nákvæmlega á hvaða stað ég var í lífinu fyrir ekki svo löngu síðan og vá hvað mig langar ekki aftur tilbaka.

Það er erfitt að benda á eitthvað eitt sem hefur breyst á þessum 10 vikum, en ég finn mjög mikinn mun hvað varðar sjálfstraustið, en ég hef lengi vel haft mjög litla trú á sjálfri mér og mér hefur aldrei þótt ég vera nógu góð í neinu sem ég geri. Sjálfsmyndin var mjög brotin og það hefur haft mikil áhrif á bæði árangur í starfi, námi og í einkalífi í gegnum árin og ég hef misst af fjölmörgum tækifærum útaf þessum leiða ávana mínum að afþakka nánast allt útaf eigin óöryggi. Mér finnst ég vera komin með aukið sjálfstraust í dag bæði til að takast á við allskyns aðstæður sem mér hefði liðið mjög óþægilega í áður og hefðu jafnvel látið mig fá mikinn kvíða. Ég hef sjálfstraust til að segja oftar já, því nei hefur nefnilega lengi verið uppáhaldsorðið mitt þegar ég hef verið beðin um eitthvað sem væri smá út fyrir þægindarhringinn minn. Það hefur verið mjög hollt að hafa verið dregin mjög langt útfyrir þægindarhringinn minn á námskeiðinu og það kom upp skipti sem mig langaði til að skríða undir stólinn minn og láta mig hverfa. Þá var það æfing sem við áttum að standa fyrir framan hópinn og láta mjög mikið í okkur heyrast og láta mikið fyrir okkur fara. Mér hefur nefnilega alltaf þótt best að láta lítið fyrir mér fara og á sínum tíma þá þurfti jafnvel að pína mig nánast til að samþykkja að setja þessa mynd af mér hér að ofan, því vá hvað mig langaði ekkert til þess að þið gætuð vitað hver ég væri.

Lífið hefur svosem ekkert gjörbreyst á þessum nokkru vikum en ég er búin að læra aðferðir hvernig ég get gert það töluvert betra og mun halda áfram að vinna eftir reglunum sem ég lærði. Ég er mikið jákvæðari í dag og þó hef ég aldrei verið neikvæð manneskja, ég er bara komin á nýtt ‘level’ í jákvæðni ef svo má segja, ég geng beint í hlutina og fresta ekki öllu út í hið óendanlega sem ég átti gjarnan til og er þar af leiðandi minna stressuð og með meiri tíma á milli handanna til að njóta.

Það varð einhverskonar tiltekt í höfðinu á mér sem skilar sér síðan á svo marga vegu út í lífið, það er allt einhvernvegin aðeins meira ‘smooth’ bæði þegar kemur að samskiptum við vini, maka og fjölskyldu, vinnu og svo bara daglegt líf.

…og jafnvel eins fáránlega það kann að hljóma þá hefur heimilið mitt sjaldan verið jafn snyrtilegt og síðustu vikur haha:)

Það sem mér finnst þó best við þetta er að þegar ég les núna yfir færsluna þá vottar ekki fyrir neinu stressi og ég ætla að birta þessa færslu eins og ekkert sé eðlilegra, ég meina hvað er það versta sem gæti gerst?

20150412_153159

Ég hef verið óstöðvandi síðustu daga að breyta og bæta á heimilinu og ég skil mig stundum ekki að deila ekki oftar myndum héðan heima. Ég hef alltaf sett mjög miklar kröfur á sjálfa mig og stenst þær sjaldnast og svo hefur eigið óöryggi og ansalega mikil feimni spilað stóran þátt í því að ég hef ekkert verið að deila of miklu.

20150412_165411

Afgangar af þessari dásemd bíða mín í morgunsárið./ 1 pakki LU cinnamon kex malað, 1 peli þeyttur rjómi, 1 dós vanilluskyr blandað saman og svo ein krukka af kirsuberjasósu. Inní kæli og svo borðað með bestu lyst. (Vöðum bara úr einu yfir í annað hér;)

20150412_153124

Svo fóru loksins mánaðarplattarnir upp á vegg í dag, en þeir hafa beðið alltof lengi eftir sínu plássi.

Við erum að tala um að ‘to do’ listinn er að spænast upp:)

Takk fyrir að lesa,

xSvana

FALLEG DÝRAHÖFUÐ ÚR PAPPÍR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

37 Skilaboð

  1. Ágústa jónasdóttir

    12. April 2015

    Flottur pistill hjá þér.
    Ég er einmitt líka með mjög lítið sjálfstraust og hef bara heyrt gott af þessum námskeiðum, spurning að maður fari bara að skella sér :) held það séu einmitt mjög margar konur sem brjóta sig niður og geri ekki þá hluti sem þeim langar til, en þá er bara spurning að snúa við blaðinu og gera hlutina sem láta manni líða vel, þó maður þurfi að fara út fyrir þægindarammann…

    • Svart á Hvítu

      13. April 2015

      Sammála, ég held einmitt að þetta séu oftast við konurnar sem erum svona harðar við okkur sjálfar. Námskeiðið gerði amk mjög mikið fyrir mig, svo ég mæli vel með því:)

  2. Kristín Katla

    13. April 2015

    Flottur og einlægur pistill hjá dásamlegri stelpu!! Geggjað ánægð með þig :)

  3. Katrín Brynja

    13. April 2015

    Þú ert svo mikið æðibúnt ❤️
    … og hefur alltaf verið ❤️❤️❤️

  4. Eva

    13. April 2015

    Mér finnst einmitt að þú mættir vera duglegri að setja myndir frá þínu heimili, leita oft af færslum með myndum af því af því því mér finnst svo fallegt hjá þér:)

    • Svart á Hvítu

      13. April 2015

      Takk fyrir það, núna ætla ég að fjölga þeim póstum:)

  5. Birna Helena

    13. April 2015

    Flott hjá þér! Það er alltaf mjög erfitt að stiga út fyrir þægindarammann og þú ert hugrökk sem tekur þetta skref og leyfir okkur að fylgjast með!
    Fallegt heimili, ég elska mánaðaplattana frá Björn Winblad.

    • Svart á Hvítu

      13. April 2015

      Takk fyrir kærlega, það var smá léttir að koma þessu frá mér:)
      Ooo já þeir eru æðislegir, hlakka til að geta bætt fleiri við í framtíðinni:)

  6. Elísabet Gunnars

    13. April 2015

    Til hamingju með þig Svana!! <3
    Mig dreymir um að komast á Dale Carniegie námskeið, vonandi einn daginn :)

  7. Agla

    13. April 2015

    Frábær færsla elsku Svana :* Mér hefur alltaf þótt þú mjög glöð og brosmild en það hefur alveg farið yfir á annað level undanfarnar vikur, sem er frábært!

    Ég hef einmitt farið á svona 2ja daga námskeið hjá Dale Carnegie og það var bara eins og einn góður sálfræðitími, alveg frábært starf sem er unnið hjá þeim.

    • Svart á Hvítu

      13. April 2015

      Takk elsku Agla:*
      Þegar að mínir nánustu sjá mun þá var þetta svo sannarlega að borga sig:)

  8. Silfá Sól Almarsdóttir

    13. April 2015

    Flott blogg hjá þér sem mér finnst gaman að fylgjast með þvi ég hef mikinn áhuga á að innrétta, er búin að vera leita að svona seríu eins og þú ert með hjá eldhúsborðinu svo lengi og ætlaði að spurja hvar þú hefðir fengið hana ? :)

  9. Kristbjörg Tinna

    13. April 2015

    Það sem ég er stolt af þér! Hlakka til að hitta þig, knúsa þig og heyra meira <3 <3

    Ég fer ekki ofan af því að það væri algjör snilld að fara á Dale námskeið á 10 ára fresti, aðeins að rifja upp og búa til nýjar áskoranir. Það eru að verða komin 8 ár síðan ég fór á mitt námskeið og ég finn að það er aldeilis kominn tími á að fara aftur :)

    • Svart á Hvítu

      13. April 2015

      Já skelltu þér bara aftur! Þetta var svo mikið æði:) Takk kærlega fyrir, hittumst soon x

  10. Sigrún Víkings

    13. April 2015

    Hjartansóskir með árangurinn kæra vinkona! Þú ert og hefur alltaf verið frábær <3

  11. Jónína Þóra

    13. April 2015

    Virkilega flottur og skemmtilegur pistill hjá þér! Þú mátt sko vel vera stolt! Áfram þú :)

  12. Guðný Stefánsdóttir

    13. April 2015

    Þú ert alveg frábær elsku Svana :)

  13. Sirrý

    13. April 2015

    Takk fyrir mjög góða færsluna, ég er ekki frá því að þetta verði til þess að maður skelli sér á svona námskeið!
    Þú átt virkilega fallegt heimili og ert skemmtilegur penni, endilega haltu áfram :)

    p.s. er smá sökker fyrir svona simple dagatölum, hvar fékkstu þetta á klemmuspjaldinu?
    já og kannski líka hvar fékkstu þetta mega fína klemmuspjald?

  14. Helena

    13. April 2015

    Dale er snilld! Fór fyrir tveimur árum og er svo sammála því að stundum langaði manni að láta sig hverfa og þá sérstaklega í tímanum þar sem maður átti að gera sig að fífli fyrir framan hina. Guð minn góður! en það sem ekki drepur mann styrkir mann jú;)

    Mjög sniðugt hjá þér að skrifa niður hvað námskeiðið gerði fyrir þig því maður er svo fljótur að gleyma. Ég var örugglega með sama kennara því það var hressasti maður sem ég hef hitt og sjaldan sem maður er hlægjandi í 4 klukkustundir samfleytt liggur við eitt kvöld í viku:)

    Til hamingju með árangurinn þinn:)

    • Svart á Hvítu

      13. April 2015

      Já ég held það sé sniðugt að geta litið tilbaka og eiga svona skriflegt, og líka til að halda sér við efnið:) Já líklega sami kennari haha, mér verkjaði í kinnarnar oft af hlátri:)
      Takk fyrir kveðjuna:)

  15. IngaBonita

    13. April 2015

    Gaman að lesa!! :) Ég hef alltaf vitað hvað þú ert klár, falleg, skemmtileg og sjúklega hæfileikarík svo frábært að þú sjáir loksins allt sem aðrir sjá!!!… Eða ég vona það og hlakka svo til að fylgjast með þér blómstra, er óendanlega montin að eiga svona smart vinkonu ;)
    Knús til þín og til hamingju með lífið!!!!

  16. Kolbrún Björnsdóttir

    13. April 2015

    Hæ!

    Lítill fugl benti mér á þessa færslu þína og mikið var ég glöð að lesa hana. Ég upplifði einmitt þetta sama og þú :) Gangi þér áfram vel og haltu áfram að stækka þægindahringinn þinn!

    Kær kveðja,

    Kolla.

    • Svart á Hvítu

      13. April 2015

      Takk kærlega fyrir kveðjuna kæra Kolla:) Ætli ég viti ekki hvaða fugl það var haha!
      Tilviljun að ég rakst á viðtalið en svo fegin:)
      Bestu kveðjur, Svana

  17. Þóra

    14. April 2015

    Til hamingju með þig!
    Þú getur allt og svo miklu meira en þig nokkurn tímann órar fyrir, haltu áfram að vera svona frábær :)
    xxx

  18. Margrét

    14. April 2015

    til hamingju, maður fyllist innblæstri og jákvæðni við að lesa þetta!

    ein spurning. þessi margumtalaða sería.. gætiru komið með link á aliexpress, fyrst hún er uppelt í bauhaus?:)