fbpx

BÚSTAÐURINN // HURÐIR MÁLAÐAR – FYRIR & EFTIR

Fyrir heimiliðPersónulegtSamstarf

// Ég er í samstarfi við Sérefni og fæ alla málningu frá þeim. 

Nýlega voru hurðirnar í bústaðnum málaðar hvítar og þvílíkur munur! Eins og þið vitið höfum við fjölskyldan *hóst pabbi, verið að taka í gegn bústaðinn okkar hægt og rólega, en þrátt fyrir smá athyglisbrest enda mjög mörg verkefni sem þarf að sinna, þar sem gengið er úr einu ókláruðu verki yfir í það næsta er þetta allt saman farið að líta svo vel út.

Hurðirnar voru fyrst grunnaðar og að lokum lakkaðar hvítar með lakki sem við fengum frá Sérefni eftir ráðleggingar fagaðila. Að lokum voru loksins settir á keramík hurðahúnar sem mamma keypti erlendis fyrir yfir 30 árum síðan, og fá þeir loksins að njóta sín.

Fyrir & svo eftir …

Ég er sko bálskotin í útkomunni og hurðarhúnarnir sætu eru fullkomnir fyrir bústaðinn.

Liturinn á bústaðnum heitir Soft Sand og er líka frá Sérefni.

Pabbi er duglegasti maður sem ég veit um, algjör vinnufíkill ef svo má kalla… og er að sjálfsögðu kominn með aukaverkefni við að laga aðra sumarbústaði í kring, sem betur fer er þetta áhugamálið hans líka. Ég held hreinlega að ég hafi varla séð hann í öðru en vinnubuxum í öllum okkar heimsóknum í bústaðinn undanfarið ár. – Leyfi einni vinnumynd að fylgja með:) 

Ég er svosem með fá hlutverk þegar kemur að bústaðnum önnur en að hafa það huggulegt, en núna er draumurinn minn að útbúa kofa í garðinn fyrir son minn og systurson enda líður þeim alveg ótrúlega vel í bústaðnum og sækja mikið í að fara þangað. Ég er að meta kosti þess og galla hvort sé betra að kaupa tilbúinn kofa eða smíða frá grunni – þegar gæfist tími, en þar sem strákarnir stækka svo hratt finnst mér “möst” að þeir eignist sinn kofa helst í gær.

♡ Fylgist endilega með á instagram @svana.svartahvitu 

37 STÓRKOSTLEGIR FERMETRAR

Skrifa Innlegg