fbpx

BREYTINGAR Á NÝJU ÁRI

HeimiliHugmyndirStofa

Þá er ég komin tilbaka úr smá jólafríi frá tölvunni og uppfull af nýjum hugmyndum, nýtt ár er handan við hornið og margir byrjaðir að strengja áramótaheit. Eitt skemmtilegt áramótaheit er að breyta til á heimilinu, færa nokkur húsgögn, raða upp á nýtt í hillur, bæta við plöntu og hengja upp nýjar myndir. Það er hægt að breyta mikið til með bara smá tilfæringu, en bloggarinn Henrietta hjá Designlykke hikar ekki við að breyta til og hún veitir svo sannarlega innblástur til að koma sér í gírinn og hressa heimilið sitt við. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af stofunni hennar sem gengið hefur í gegnum margar breytingar á stuttum tíma.

IMG_2042_Fotor1 IMG_2032_Fotor IMG_2056_Fotor IMG_2218_Fotor stuesofa_Fotor IMG_2795 tine-k-sofa IMG_3026

Ég elska svona týpur sem eru ekkert að tvístíga við hlutina:)

Eru einhvejar breytingar á planinu hjá þér? Við ætlum jú mörg að hætta að borða nammi og vera dugleg í ræktinni… hvernig væri nú að strengja áramótaheit sem auðveldara er að standa við, að breyta til á heimilinu!

P.s. Vonandi voru jólin ykkar æðisleg!

JÓLAINNPÖKKUN: HUGMYNDIR

Skrifa Innlegg