fbpx

BRASS BY HAF STUDIO –

Íslensk hönnun

HAF STUDIO frumsýndu á dögunum gullfallega BRASS línu sem kemur í takmörkuðu upplagi og er án efa eftir að slá í gegn fyrir jólin. Hlutirnir eru framleiddir hjá Suðurlist úr gegnheilu látúni eða brassi, sem sumir kalla kopar. Sívinsæli og klassíski kertastjakinn Stjaki frá HAF kom fyrst á markað fyrir um tveimur árum og hefur hann ítrekað selst upp vegna mikilla vinsælda – það verður því spennandi að fylgjast með BRASS línunni sem kemur í takmörkuðu og númeruðu upplagi, eða aðeins 30 stk. af hverri einingu.

Karitas hjá HAF STUDIO sá kertastjakann alltaf fyrir sér frá upphafi úr brassi en það er ekki fyrr en fyrst núna sem framleiðslan náðist eftir langt ferli og er útkoman æðisleg.

“Það sem okkur finnst skemmtilegt við brassið er að eftir tíma þá fellur á efnið og þá þarf að fægja gripina eins t.d antík hnífaparasettið hennar ömmu, þetta gefur hlutunum meiri sál og sjarma að okkar mati.” segir Hafsteinn.

Þetta glæsilega sófaborð var einnig kynnt á dögunum frá HAF STUDIO, stórglæsilegt stálborð með Nero Marquina borðplötu sem er eitt slitsterkasta borðplötuefni sem völ er á í dag. Borðið verður aðeins framleitt í 9 eintökum í þessari útgáfu!

Ég þarf greinilega að gera mér leið í fallegu HAF verslunina á Geirsgötu sem fyrst!

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

JÓLAILMURINN Í ÁR ER ÍSLENSKUR

Skrifa Innlegg