fbpx

BÓHEMÍSKT HEIMILI STÍLISTA & BLOGGARA

Heimili

Malin Persson er þekktur sænskur stílisti, fyrrverandi módel og er einnig bloggari hjá Elle Decoration. Það kemur líklega fáum á óvart að hún eigi smekklegt heimili, en þessar myndir birtust upphaflega í Elle Decoration fyrir um þremur árum síðan og hafa flakkað um netið síðan þá enda einstaklega fallegt heimili og eiga svo sannarlega ennþá erindi. Heimilið er bóhemískt og skreytt antíkmunum og vel völdum hlutum af mörkuðum úr ólíkum heimshornum. Malin er heimsflakkari og sést það glöggt á glæsilegu heimili hennar. Hún rifjaði sjálf upp nokkrar af þessum myndum í vikunni á blogginu sínu með þeim orðum að fátt hafi breyst á þessum þremur árum – nema börnin stækkað.

Þær rifjuðust upp fyrir mér þegar ég var að taka saman myndir af barnaherbergjum en herbergi dóttur Malinar er algjört augnakonfekt og fær að sjálfsögðu að fylgja með í lokin.

Myndir: Petra Bindel via

Svo sjarmerandi þessi bóhemíski stíll og afslappaður, hann virðist oft fylgja þeim sem flakka mikið um heiminn. Heimili sem hafa sögu að segja eru oft þau skemmtilegustu. Fallegt ekki satt?

MJÚKUR & MINIMALÍSKUR STÍLL PELLU HEDEBY STJÖRNUSTÍLISTA

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hilma

    30. September 2017

    Svo fínar hvítu bókahillurnar á mynd nr 2. Veistu hvar ég gæti fundið eitthvað svipað?