fbpx

BLÓMADÝRÐ Í INNFLUTNINGSPARTÝ MORRA Í HÖNNUNARSAFNI ÍSLANDS

Íslensk hönnun

Það var sannkallað sumarpartý í gær í Hönnunarsafni Íslands þegar innflutningspartý MORRA var haldið.
Fatahönnuðurinn Signý Þórhalldóttir hefur komið sér fyrir með vinnuaðstöðu í safnbúð Hönnunarsafns Íslands og mun halda áfram að þróa vörulínu sína MORRA. Í dag samanstendur MORRA af silkislæðum og veggmyndum á pappír þar sem íslenska flóran er í aðalhlutverki, og nú munu nýjar vörur bætast við í sumar.

Hönnunarsafn Íslands er að sjálfsögðu uppáhalds safnið mitt og ég hvet ykkur til að kíkja við þegar þið eigið leið hjá Garðatorgi í Garðabæ. Núna stendur einnig yfir sýningin Safnið á röngunni – skráning á íslensku keramíki, og sýningin Borgarlandslag eftir arkitektinn Paolo Gianfrancesco.

Ég stóðst ekki mátið að fá að deila með ykkur myndum frá gleðskapnum í gær en myndirnar koma frá Hönnunarsafninu.

“Í aldaraðir hefur flóran reynst myndlistarmönnum og hönnuðum óendaleg uppspretta. Við hjá Hönnunarsafni Íslands stóðum í þeirri trú að nafnið Morra væri tilvísun í Morris (William Morris). Það var víst ekki hugmyndin heldur sprettur nafnið frá sögninni að marra. Það er samt ekki ólíklegt að um sé að ræða ómeðvitaða tilvísun í Morris sem frægur er fyrir blómamynstur sín. Hann ferðaðist um Ísland árin 1871 og 1873 og kallaði landið „rómantískustu eyðimörk í heimi“. Íslenska flóran hefur lítið breyst frá því þá, þó svo að landslagið í framleiðslu og hönnunarferlið hafi gjörbreyst með nýrri prent- og tölvutækni.

Signý útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands með BA-gráðu í fatahönnun árið 2011. Eftir ústskrift sótti hún sér reynslu bæði í New York og London hjá hönnuðum eins og Zöndru Rhodes og Vivienne Westwood, þar sem hún starfaði í þrjú ár við að hanna fatnað og munstur fyrir Japansmarkað. Signý leitast við að starfa á mörkum fata- og prenthönnunar.”

Veggspjald frá MORRA er á óskalistanum mínum enda ótrúlega fallegar myndir.

Hér að ofan má meðal annars sjá blómasúkkulaði úr smiðju Áslaugar Snorradóttur matarlistakonu og ljósmyndara. Sjá þessa fegurð ♡Það er að sjálfsögðu allt fallegt í Hönnunarsafni Ísland og því kemur ekkert á óvart að innflutningspartýið var fallegasta boð sumarsins.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

UPPSKRIFT : SYKURLAUS SÚKKULAÐIKAKA

Skrifa Innlegg