fbpx

BJARTUR ELÍAS

Persónulegt

Smá öðruvísi póstur í dag, en við Bjartur erum búin að vera veik, svosem voða saklaust kvef hjá mér en það er aðeins verra að vera svona lítill og kvefaður og skilja ekki afhverju það er svona erfitt að anda. Á meðan að hann fær sér langþráðan blund fór ég í gegnum allskyns gamlar myndir frá síðustu mánuðum því ég ætla mér að útbúa einhverskonar albúm með myndum fyrir hvert ár. Það eru orðin mörg ár frá því að ég lét framkalla myndir síðast og sumar eflaust týndar en mér finnst mjög mikilvægt að halda utan um myndirnar af Bjarti, þetta eru svo margar myndir orðnar að það yrði eflaust óyfirstíganlegt ef ég biði með það í nokkur ár.

Ég fattaði ekki nógu snemma að ákveða þema með mánaðarmyndir af honum, ætli hann hafi ekki verið orðinn um 2 mánaða þegar það kviknaði aftur á heilanum á mér. En ég hafði hinsvegar tekið margar myndir af honum bara ofan á rúminu okkar, ekkert útpælt svosem en ég ákvað að halda því þá áfram svo það væri eitthvað smá samræmi í myndunum til að fylgjast með vextinum. Því fleiri sem myndirnar urðu þá var þetta skemmtilega skrautleg heild, ég tók saman 5 myndir en þær eru orðnar um 20 í heildina. Mér brá smá að sjá hvað hann hefur stækkað mikið og breyst, vá! Ef ég miða saman mynd síðan hann var 1 vikna og svo nýjasta þar sem hann er 6,5 mánaða gamall.
Bjartur-Elías

2-1viknaBjartur6,5m

Svo hef ég verið að taka nokkrar á öðru en rúminu því eins og gefur að skilja á ég ekki heilan lager af nýjum rúmfötum. 6 mánaða myndin var því tekin á bleika gæruvestinu sem Rakel vinkona gaf mér til að búa til púða úr, ég er reyndar að íhuga að nota það sem gæru á sófaarminu og klippa það bara örlítið til. En aftur að myndunum, ég veit svosem ekkert endilega hvað ég geri svo við þær, hvort að einhverjar verða valdar og settar í ramma mögulega, en ég ætla 100% að búa til albúm fyrir hvert ár. Þarf núna að sanka að mér góðum hugmyndum!

Þá kveðjum við úr veikindabælinu, loksins þegar góða veðrið lætur sjá sig þá erum við föst inni.

En það er alltílagi… smá tiltekt í góðu veðri drepur engann:)

x Svana

Fylgdu endilega Svart á hvítu á facebook, hér. 

SKEMMTILEGUR STÍLL Á HEIMILI BLOGGARA

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Elísabet Gunnars

    1. April 2015

    Hann Bjartur Elías er nú meiri draumaprinsinn!