Ég er mjög spennt fyrir litlu og fallegu lista og hönnunargallerý/verslun sem opnaði á dögunum á Strandgötunni í Hafnarfirði sem heitir Baugar og bein. Ég kíkti inn í flýti um daginn þegar ég var í göngutúr og smellti af nokkrum myndum á símann til að sýna ykkur, ég þarf þó að kíkja betur við á næstu dögum því ég er með augastað á einu verki þarna inni.
Falleg ljósmynd eftir Gígju Einarsdóttur. Þið ættuð sum að kannast við þennan fagra hest því ég veit ekki betur en að hann prýði jú rúmfötin frá bynord.
Hálsmen eftir Hildi Yeoman fást t.d. þarna.
Svo hef ég lengi verið hrifin af verkunum hennar Hörpu Einars listakonu, en hún er einmitt ein af þremur sem stendur á bakvið verslunina.
Ég tók þessar myndir hér að ofan af facebook síðu Baugar og bein, ótrúlega falleg print eftir Hörpu Einars.
Fatahönnun, listaverk, ljósmyndir og aðrir fjársjóðir. Svo er auðvitað svo margt annað frábært að sjá í Hafnarfirði, t.d. var Heiðdís Helgadóttir teiknari að opna vinnustofu fyrir stuttu síðan ská á móti Baugar og bein og hin yndislega Andrea með fataverslunina sína nokkrum skrefum frá. Ef þetta er ekki næg ástæða til þess að skella sér í bæjarferð “alla leiðina” inní Hafnarfjörð;)
-Svana
Skrifa Innlegg