fbpx

BARNVÆNT HEIMILI

Heimili

Það er ekki oft gert ráð fyrir börnum þegar kemur að hönnun heimilisins nema þá rétt svo í barnaherberginu. Miðað við hversu miklum tíma við eyðum flest í stofunni eða hjarta heimilisins eins og margir kalla það þá er hreint ekki svo slæm hugmynd að gefa börnunum eitt lítið horn sem er þeirra eigið. Á þessu heimili heppnast það stórvel að hafa lítið tjald í stofunni fyrir börnin til að liggja inní og fletta bókum og hafa það huggulegt á meðan að foreldrarnir t.d. græja matinn eða horfa á fréttir. Allskyns kósý tjöld fyrir börn hafa notið mikilla vinsælda undanfarið en oftast eru þau sett í barnaherbergið, eðlilega svosem. Sum væri þó hægt að hafa þannig að hægt væri að færa þau á milli rýma, t.d. ef mamman ætti von á mörgum gestum að færa þá tjaldið inní barnaherbergi. Sem krakki var ég mjög hrifin af því að búa til mín eigin tjöld en þá þurfti bara nokkra púða, lak og stóla eða annað tiltækt til að vippa í eitt tjald og vá hvað það var kósý. Þó held ég að mesta stuðið hafi verið að búa til sjálft tjaldið, en þessi tjaldatíska tekur það að vissu leyti frá barninu, s.s. sköpunina sjálfa ef þið fattið hvað ég meina. Ekki það að ég hafi nokkuð á móti svona tjöldum, mér finnst þau frábær:)

En kíkjum á þetta glæsilega heimili…

01 03

Það kemur virkilega vel út að nota hálf gegnsætt efni í tjaldið sem er ekki mikið mál að smíða sjálfur.

04 05 06 07 08 09 10malmo6malmo7malmo9malm812malm9

Myndir via

Virkilega fallegt heimili og ótalmargar fínar hugmyndir að finna þarna. Stofan er sérstaklega smart með þessa hálfmáluðu veggi ásamt myndaveggnum sem er algjört æði.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

Á ÓSKALISTANUM: B&O GRÆJUR

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hrefna Dan

    5. August 2015

    VÁ!
    Þessi íbúð er stútfull af flottum hugmyndum og innblæstri, love it x

  2. Dagný Björg • MONDAY

    6. August 2015

    Ég elska þegar málningin kemur aðeins 1/3 eða svo upp vegginn, ætlaði að gera það í herbergi sonarins en varð að falla frá þeim plönum.