fbpx

Á ÓSKALISTANUM: B&O GRÆJUR

HönnunÓskalistinn

Óskalistinn að þessu sinni inniheldur græjur…. já þið lásuð rétt, græjur! Ég er mjög lítil græjukona svona almennt og þurfti á tímabili miklar sannfæringar að leyfa sjónvarp í stofuna mína enda uppfyllti tækið ekki mína staðla hvað varðar smekklegheit. En engar áhyggjur, gamla sjónvarpið á sinn heilaga stað í stofunni okkar í dag. Hinsvegar ef græjurnar eru fallega hannaðar þá erum við að tala saman. Það er mjög sjaldan sem ég fæ svona ó vá tilfinningu yfir græjum, meira svona aldrei. Nema hvað að þessar tvær græjur hér að neðan frá Bang & Olufsen heilla mig algjörlega upp úr skónum…

7582_10152342985236607_1990708741708332581_n

Þráðlaus ferðahátalari í flottari kantinum, hafið þið einhverntíman séð svona fallega hannaðann hátalara, ég bara spyr? Og svo eru það þessi þráðlausu heyrnatól hér að neðan sem ég væri hrikalega mikið til í að eignast en bæði hátalarinn og heyrnatólin eru úr línunni BEO play frá Bang & Olufsen.

Screen Shot 2015-08-01 at 22.48.59H8-14JS-Lo02

 

Ég á varla til orð yfir þessi heyrnatól, ó vá. Þau eru tjúlluð.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

BEÐIÐ EFTIR...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ella

    2. August 2015

    Sammála! geðveikt flott!

  2. Ástríður

    3. August 2015

    Alveg rétt, þessar græjur eru sko tjúllaðar. Geggjað hljóðið úr þeim!