Ný Bose æfingaheyrnatól

Æfingar

Í síðustu viku fékk ég skemmtileg skilaboð frá Nýherja þar sem þeir vildu gefa mér ný æfingaheyrnatól. Skilaboðin komu á virkilega hentugum tíma þar sem ég var einmitt að leita mér af nýrri týpu af heyrnatólum fyrir gymmið.

Ég hef síðustu fjögur ár alltaf notað þráðlaus lítil heyrnatól á æfingar sem henta vel fyrir alls kyns æfingar, bæði hlaup, hopp og fleira. Mér finnst mjög mikilvægt að heyrnatólin mín séu þráðlaus og haldist vel í eyrunum í öllum æfingum. Sú týpa sem ég var að nota var alltaf að eyðileggjast hjá mér og hef ég keypt mér ný oftar en einu sinni og oftar en tvisvar sem varð til þess að ég ætlaði ekki að fá mér eins aftur. Ég hafði heyrt mjög góða hluti um Bose SoundSport heyrnatólin og lofa þau góðu eftir að hafa prófað þau núna í nokkra daga. Þau eru mjög þægileg, haldast vel í eyrunum og er öll tækni og viðmót mjög gott í þeim. Ég er allavega ekkert smá ánægð með gjöfina og er spennt að vera aftur komin með góð heyrnatól í ræktina!

Ég sýndi frá heyrnatólunum á snapchat og fékk strax nokkur skilaboð frá fólki sem á eins og gefur þeim hæstu meðmæli! Heyrnatólin koma í nokkrum litum og fást í vefverslun Nýherja: https://www.netverslun.is/Hljod-og-mynd/Heyrnartol/Heyrnartol-BOSE-SoundSport®-bluetooth-bl/2_11658.action

Þeir hjá Nýherja vilja gefa ykkur afslátt af þessum heyrnatólunum og gefur kóðinn birgitta ykkur 15% afslátt af þeim. Afslátturinn gildir fyrir alla liti xx

 

Njótið vel! Ég er farin í smá frí til Miami með vinkonum mínum –

xx

Birgitta Líf
instagram & snapchat: birgittalif

Á ÓSKALISTANUM: B&O GRÆJUR

HönnunÓskalistinn

Óskalistinn að þessu sinni inniheldur græjur…. já þið lásuð rétt, græjur! Ég er mjög lítil græjukona svona almennt og þurfti á tímabili miklar sannfæringar að leyfa sjónvarp í stofuna mína enda uppfyllti tækið ekki mína staðla hvað varðar smekklegheit. En engar áhyggjur, gamla sjónvarpið á sinn heilaga stað í stofunni okkar í dag. Hinsvegar ef græjurnar eru fallega hannaðar þá erum við að tala saman. Það er mjög sjaldan sem ég fæ svona ó vá tilfinningu yfir græjum, meira svona aldrei. Nema hvað að þessar tvær græjur hér að neðan frá Bang & Olufsen heilla mig algjörlega upp úr skónum…

7582_10152342985236607_1990708741708332581_n

Þráðlaus ferðahátalari í flottari kantinum, hafið þið einhverntíman séð svona fallega hannaðann hátalara, ég bara spyr? Og svo eru það þessi þráðlausu heyrnatól hér að neðan sem ég væri hrikalega mikið til í að eignast en bæði hátalarinn og heyrnatólin eru úr línunni BEO play frá Bang & Olufsen.

Screen Shot 2015-08-01 at 22.48.59H8-14JS-Lo02

 

Ég á varla til orð yfir þessi heyrnatól, ó vá. Þau eru tjúlluð.

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421