fbpx

BARNAHERBERGI Í VINNSLU

BarnaherbergiPersónulegt

Ég er loksins byrjuð að gera barnaherbergið klárt, það tók mig ekki nema 10 vikur að finna “nennuna”:) Ég var nefnilega andvaka í nótt og eyddi ágætis tíma í símanum mínum að skrolla í gegnum Pinterest appið (mæli með því), og er komin með um 270 góðar hugmyndir í albúmið “Kids room”. Ef þið hafið áhuga á að fylgja mér á Pinterest þá getið þið gert það, hér. 

Þetta byrjaði á því að Bjartur var í dag í samfellu sem var svo fallega grænblá á litinn að ég ákvað að mála einn vegg í herberginu í þeim lit, því var skundað í Byko eftir smá sunnudagsstúss og keypt málning og komið við í A4 og keyptir litlir doppulímmiðar. Ætli það séu ekki að vera komin um tvö ár frá því að ég ætlaði mér að gera vegg á heimilinu doppóttan, það hlaut að koma að því á endanum!

Þið afsakið myndgæðin, þær eru fengnar af snapchatinu mínu,

Screenshot_2014-11-23-21-03-23Screenshot_2014-11-23-21-02-43

Þetta tók mig svo ekki nema nokkrar mínútur,

20141123_152026 20141123_155553

Það er langt síðan að þessi var uppá vegg síðast, en finnst hann alveg tilvalinn fyrir barnaherbergi, (keyptur í Hollandi).

20141123_155658

Svo ein draslmynd í lokin svo þið sjáið ástandið, það er enn heilmikið eftir!

Hugmyndin er að Andrés smíði hillur fyrir vegginn á móti kommóðunni, einnig er ég eftir að velja loftljós og hengja myndir upp á vegg.

Ég leyfi ykkur að fylgjast með:)

Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér 

FALLEGT BARNAHERBERGI

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Kristbjörg Tinna

    23. November 2014

    Hlkka svo til að sjá útkomuna! Liturin ekkert smá fallegur..

  2. Hanna D

    23. November 2014

    mjög krútt !

  3. Herdís

    23. November 2014

    Ekkert smá fallegur litur! :)

  4. Fatou

    24. November 2014

    Rosalega fínt, er að elska hreindýrið! Hlakka mikið til að sjá lokaútkomuna :)
    Ps.. afskaplega fínt líka að vita að það er ekki möst að vera kominn með tilbúið barnaherbergi þegar krílið mætir á svæið og maður geti dúllað sér við þetta í fæðingarorlofinu :)

    • Svart á Hvítu

      24. November 2014

      Hahah já!! ég var sko heillengi með samviskubit að vera ekki með tilbúið herbergi, ákvað svo bara að gera þetta þegar ég væri vel stemmd (ekki að springa). Miklu skemmtilegra svona, mega fara uppí stiga og svona:)

  5. Birna Helena

    25. November 2014

    Rosalega flott :)

  6. Bríet Kristý

    25. November 2014

    Væriru til í að segja mér hvað liturinn heitir þessi græni?
    Er einmitt í svipuðum hugleiðingum með herbergið hjá minni tveggja ára, þ.e. einhvers konar mintu-lækna-grænan pastel litaðan. Þessi virðist koma mjög vel út!

  7. katrín

    25. November 2014

    ég er með svipaðan lit í herberginu hjá litla mínum, alveg að gera sig fyrir svona litla mola :)

    http://instagram.com/p/q6p-3OPG7G/

    ég var að spá í einhverjum aðeins sterkari lit fyrst en svo langaði bara að hafa þetta pínu væmið meðan hann er enn svona lítill

    • Svart á Hvítu

      25. November 2014

      Mjög fallegur þessi litur, aðeins mildari:)
      Mér finnst einmitt herbergi hjá svona litlum krílum þurfa að vera smá væmin og litrík:)