fbpx

BACK UP…

Persónulegt

Ég lenti í því óhappi í gær að hella drykk yfir tölvuna mína og ég hélt um stund að ég væri búin að tapa öllum gögnunum mínum og það er ansi vond tilfinning get ég sagt ykkur. Eftir að hafa tölvuna í þurrkun síðan í gær tókst mér sem betur fer að kveikja aftur á þessari elsku svo núna er tími til að taka back up af öllum myndum og gögnum. En það sem ég ætla líka núna að koma í framkvæmd er að framkalla myndirnir mínar sem ég hef ekki gert í mörg ár og ætlaði upphaflega að vera búin að því fyrir eins árs afmæli sonarins (í fyrra). Þvílík synd að sitja á öllum þessum minningum og geyma þær annaðhvort í síma, tölvu eða á hörðum disk, skýi eða á dropbox. Og enginn fær að njóta þeirra?

Þið ykkar sem hafið verið að prenta út myndir, með hverju mæliði? Ég sá jafnvel fyrir mér að raða myndunum inní prentaðar ljósmyndabækur, ein fyrir hvert ár? Eru einhverjar síður betri en aðrar fyrir slíkt?

Screen Shot 2016-08-23 at 10.00.01

Þessi mynd er síðan í gær… á mánudögum er fínt að vinna uppí sófa:) P.s. ég hef verið dugleg að setja inná snapchat ef þið hafið áhuga á að kíkja við, ég sker mig þó mögulega úr fjöldanum þar sem ég hef hingað til ekki sett inn neinar sjálfsmyndir, er aðalega að sýna brot úr degi, huti sem ég versla og annað. Þið finnið mig undir svartahvitu.

Ef þú lumar á tipsi hvernig er best að varðveita myndirnar skildu þá endilega eftir línu. Er kannski gamla aðferðin best, að raða inní albúm og handskrifa svo:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

INNLIT: BJART & HRIKALEGA FALLEGT SÆNSKT HEIMILI

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

 1. Elíasbet Gunnars

  23. August 2016

  HJÚKK! En gott að heyra (lesa) …
  Fékk í magann fyrir þína hönd í gær.

 2. Anna

  23. August 2016

  Ég mæli með Pixel, hægt að framkalla og gera myndabækur :)

 3. Olga

  23. August 2016

  Ég nota lalalab :) Fljótt að koma til landsins og alltaf ótrúlega flott

 4. Anna

  23. August 2016

  Var að fatta sniðuga síðu og mjöög ódýra fyrir myndir og myndabækur photobox.co.uk
  Ætla einmitt að fara að panta myndir og setja i albúm eins og i gamla daga ;)

 5. Erla

  24. August 2016

  prentagram fyrir instagram myndir. pixlar og hanspedersen eru fínir, en svo er http://www.photobox.co.uk
  sem er algjörl snild.
  en trífðu í að taka backup, ég lenti í að sulla á símann minn, ég þurrkaði hann (best að þurrka í grjónum) og hann virkaði í nokkrar vikur en dó svo… vatnstjón getur verið lengi að skemma…

  • Svart á Hvítu

   24. August 2016

   ó vá takk fyrir þetta, skal drífa í þessu!
   P.s. er Hans Pedersen ennþá til! Það var einmitt þar sem ég framkallaði síðast, fyrir ca 15 árum haha:)

   • Erla

    24. August 2016

    haha já þeir eru enn til, reyndar hefur þjónustan versnað aðeins, ég nýtti mér allavega alltaf að sækja á pósthús frítt minnir mig en nú þarf alltaf að sækja til þeirra eða borga fyrir sendingu, hef ekki nýtt mér þjónustu þeirra síðan (nokkur ár ;)
    reyndar er ég líka alltaf að trassa þetta eins og þú.

    en með backup þá er ég með onedrive í símanum, og dropbox líka í annari græju. svo er eitthvað ský í heimatölvunni, úff vandlifað á gervihnattaöld ;)

    • Svart á Hvítu

     24. August 2016

     Það er klárlega vandlifað haha, hef einmitt ekki prófað svona ský, ætli það sé ekki möst. Ekki stuð að tapa nokkrum árum af myndum! Núna göngum við í þessi mál;)

 6. Brynja Björk

  24. August 2016

  Ég nota Blurb og geri fallegar bækur sem ég hef síðan á sófaborðinu fyrir okkur og gesti til að njóta :)

  • Svart á Hvítu

   24. August 2016

   Það er sjúklega góð hugmynd og skemmtilegt… ég ELSKA að skoða albúm en kemst sorglega sjaldan í slík í heimsóknum.

 7. Guðrún Vald.

  24. August 2016

  Ég mæli hiklaust með Blurb og Artifact Uprising. Blurb nota ég einmitt fyrir svona fjölskyldualbúm og geri eitt fyrir hvert ár. Svo hef ég notað AU fyrir minni bækur, þær eru úr sjúklega fallegum pappír en líka dýrari, þeir prenta líka stakar myndir á fallegasta pappír í heimi! (ég er ekki á prósentum) ;)

  • Svart á Hvítu

   24. August 2016

   ómæ ég ætla klárlega að kíkja á þetta… ert alveg að selja mér;)