Ég lenti í því óhappi í gær að hella drykk yfir tölvuna mína og ég hélt um stund að ég væri búin að tapa öllum gögnunum mínum og það er ansi vond tilfinning get ég sagt ykkur. Eftir að hafa tölvuna í þurrkun síðan í gær tókst mér sem betur fer að kveikja aftur á þessari elsku svo núna er tími til að taka back up af öllum myndum og gögnum. En það sem ég ætla líka núna að koma í framkvæmd er að framkalla myndirnir mínar sem ég hef ekki gert í mörg ár og ætlaði upphaflega að vera búin að því fyrir eins árs afmæli sonarins (í fyrra). Þvílík synd að sitja á öllum þessum minningum og geyma þær annaðhvort í síma, tölvu eða á hörðum disk, skýi eða á dropbox. Og enginn fær að njóta þeirra?
Þið ykkar sem hafið verið að prenta út myndir, með hverju mæliði? Ég sá jafnvel fyrir mér að raða myndunum inní prentaðar ljósmyndabækur, ein fyrir hvert ár? Eru einhverjar síður betri en aðrar fyrir slíkt?
Þessi mynd er síðan í gær… á mánudögum er fínt að vinna uppí sófa:) P.s. ég hef verið dugleg að setja inná snapchat ef þið hafið áhuga á að kíkja við, ég sker mig þó mögulega úr fjöldanum þar sem ég hef hingað til ekki sett inn neinar sjálfsmyndir, er aðalega að sýna brot úr degi, huti sem ég versla og annað. Þið finnið mig undir svartahvitu.
Ef þú lumar á tipsi hvernig er best að varðveita myndirnar skildu þá endilega eftir línu. Er kannski gamla aðferðin best, að raða inní albúm og handskrifa svo:)
Skrifa Innlegg