fbpx

BABY SHOWER HJÁ ÞÓRUNNI HÖGNA

Hugmyndir

Ókrýnd skreytingardrottning Íslands, Þórunn Högna hélt baby shower fyrir tengdadóttur sína, Magneu Rún um helgina og var þá öllu tjaldað til. Ég stóðst ekki mátið að sýna ykkur myndir frá veislunni sem er afar glæsileg og er hver krókur og kimi fallega skreyttur. Ég hef áður sýnt ykkur myndir frá skreytingum eftir Þórunni Högna -sjá hér- og hafa færslurnar fengið svo ótrúleg viðbrögð að þið eruð líka eftir að elska þessar myndir. Þórunn er annáluð smekkkona og er veislan því að sjálfsögðu afar smart, með litaþema í veitingum og skreytingum, gjafaborð og sónarmyndir ásamt bumbumyndum eru hengdar á greinar. Alveg dásamlegt! Heppin tengdadóttir hér á ferð:)

14508685_10154591804004510_92118398_n

Þetta veisluborð er svo æðislegt!

14489653_10154591804064510_1986328270_o

Aðspurð hvort hún hafi fengið aðstoð með skreytingarnar segist hún hafa skreytt allt sjálf, henni þyki þetta einfaldlega “of gaman”:)

14446252_10154591804109510_1822824134_o

Ljósaboxið frá Petit er svo skemmtileg skreyting

14454087_10154591804119510_1280843590_o

Falleg hugmynd að hengja upp nokkrar bumbu og sónarmyndir og gerir skreytingarnar mjög persónulegar

14466225_10154591804174510_888751918_o

Hvaðan koma skreytingarnar? Ég föndraði eitthvað sjálf eins og hengið á bakvið borðið og síðan skreytti ég litlu flöskurnar með pelum og litlum tásu límmiðum sem Bros græjaði fyrir mig. Á greinina lét ég prenta svart hvítar litlar myndir í Pixel og hengdi þær á með borða og skreytti með litlum pela, annað skraut fékk ég í Söstrene, Allt í köku, og svo pantaði ég BOY blöðrurnar, pappadiskana, glösin og hengið frá Etsy.

14438870_10154591804159510_1463806413_o

Finnst þér baby shower búið að festa sig í sessi hér á Íslandi? Já algjörlega, maður er alltaf að heyra meira og meira um að þau séu haldin hér, en kannski meira hjá yngri konum!

14466417_10154582665249510_90708335_o

Hvað með þau okkar sem hafa ekki þessi “skreytingargen” í sér en vilja halda fallega veislu, hvaða ráð áttu handa þeim? Ég mæli með að byrja á því að skoða Instagram og Pinterest, þar eru ótrúlega mikið af flottum hugmyndum fyrir allskonar veislur. Einnig að finna sér eitthvað litaþema og vinna út frá því. Síðan finnst mér Etsy netverslunin algjör snilld, þar er hægt að fá allt fyrir veisluna í hvaða þema sem er meðal annars diska og glös með nafni, servíettur og margt fleira. Ég mæli einnig með að fá aðstoð eða ráð við að skreyta hjá fagfólki.

Takk fyrir okkur Þórunn, þvílík dásemdarveisla sem þú hélst fyrir tengdadótturina.

Ég vona að þessar hugmyndir komi ykkur að góðum notum. Þó svo að baby shower sé ekki endilega fyrir allar þá get ég sagt fyrir mína parta að það er ekkert nema dásamlegt að vinkonurnar taki sig saman og haldi eina veislu til heiðurs þeirri óléttu og eigi saman skemmtilega stund. Mæli svo sannarlega með x

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

2 ÁRA AFMÆLIÐ ♡

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Linnea

    28. September 2016

    So pretty :)