fbpx

ÁSTRALSKT HEIMILI

Heimili

Á þessu heimili búa læknahjónin Justin og Jeanne Roebert ásamt 10 ára syni sínum. Heimilið var sérstaklega myndað fyrir bloggsíðuna The design files, ólíkt flestum innlitum sem oftast eru mynduð fyrst fyrir tímarit en enda svo á netinu, en heimilið var hannað af einu fremsta innanhúss-hönnunarstúdíói í Ástralíu, Hecker Guthrie.

Þarna má sjá The Flag Halyard stólinn sem hannaður var af Hans J.Wegner og er framleiddur af PP möbler. Dásamlega fallegur alveg hreint! Mottan er líka æðisleg, en það verður mikið um allskyns mynstur á komandi ári í hönnunarheiminum, því fleiri því betra.

Eldhúsið er einstaklega vel hannað, marmari á veggnum og á eyju. Svartur háfurinn, helluborðið og kraninn koma vel út á móti ljósum marmaranum.

Adnet spegillinn er fallegur, en ódýrari útgáfu af honum má fá frá HAY. Marmarinn er trylltur og aftur eru notuð svört blöndunartæki til að skapa andstæður.

String hilla í barnaherberginu.

Myndir: Derek Swalwel

 Þetta er allt annað en þessi skandinavíski (fallegi) stíll sem hefur verið mjög ráðandi undanfarið. En sérfræðingar telja að núna víki þessi ofurhreini stíll fyrir örlítið persónulegri stíl. Náttúruleg efni eins og viður, steinn og leður eru falleg á móti hvíta litnum, og eins er að aukast að hafa stórar grænar plöntur á heimilinu, sem er reyndar ekkert nema heimilislegt.

En að sjálfsögðu skiptir maður ekki um stíl þó að einhver spái hinu og þessu, það er hægt að velja og hafna. Ég gæti persónulega vel hugsað mér nokkrar lifandi pottaplöntur, það gerir heimili heimilislegt og ótrúlegt að það sé í raun ekki vinsælla.
Hvernig finnst ykkur þetta heimili?

WHEEL OF NUTRITION

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Dagný Bjorg

    18. January 2013

    Æðislegt heimili. Marmarinn í eldhúsinu frábær og svarti kraninn líka mjög flottur. Spegillinn með reipinu í gegnum sig er lika mjög flottur.

  2. nafnlaus

    18. January 2013

    ég ELSKA ástralska stílinn og design files bloggið.
    hef aldrei fílað þetta svart-hvíta skandinavíska þar sem öll heimili líta nákvæmlega eins út.
    ástralirnir virðast vera miklu meira creative.

    • Svart á Hvítu

      18. January 2013

      Já þetta blogg er alveg einstaklega flott, þessi stílhreinu áströlsku heimili höfða vel til mín sem birtast inná milli, þau eru ekkert það langt frá skandinavíska stílnum en með aðeins meira af þessum náttúrulegu efnum og persónulegum munum og list. Sem er falleg blanda, og maður saknar stundum á skandinavískum heimilum.
      -Svana:)

  3. Hrund

    18. January 2013

    Ótrúlega fallegt heimili! Mjög heimilislegt heimili, ef svo má að orði komast :) Aðeins hlýlegra en mörg skandinavísku heimilin, þó mörg þeirra séu nú samt alveg hlýleg þrátt fyrir að vera svona hrein og hvít.

  4. Daníel

    18. January 2013

    Marmarinn er bara flottur :)

  5. nafnlaus

    19. January 2013

    p.s. elska bloggið þitt líka btw!