fbpx

ARNA & SIGVALDI: ELDHÚSIÐ REDDÝ!

DIYHeimili

Þá er loksins komið að fleiri fréttum af vinum mínum þeim Örnu og Sigvalda sem hafa verið að taka í gegn sína fyrstu íbúð. Núna er eldhúsið loksins orðið tilbúið og er útkoman glæsileg, það er ótrúlega gaman að skoða núna fyrstu myndirnar frá því að þau keyptu íbúðina og sjá eldhúsið sem var áður – rosaleg breyting. Breytingarnar á heimilinu hafa verið gerðar í skrefum en þau helltu sér ekki í það að rífa allt út strax heldur spara fyrir næsta skrefi sem er mjög skynsamlegt en það eru nokkuð stór verkefni að kaupa nýtt gólfefni á íbúð ásamt því að skipta út eldhúsi og baðherbergi. Ef þið smellið hér að neðan á taggið “Arna & Sigvaldi” þá getið þið lesið allar færslur sem birst hafa um breytingarnar frá upphafi og þau eru aldeilis ekki hætt.

En kíkjum á fyrir og eftir myndirnar,

2

Hér má sjá eldhúsið fyrir breytingar, mjög þröngt og illa skipulagt og þessi græni litur er einnig ekki að skora mörg stig það má alveg viðurkennast. Á þessari mynd má einnig sjá dúkinn sem var áður á gólfinu en núna hefur verið lagt fallegt parket og má sjá færsluna um það hér.

6

Það að rífa út eldhúsið “stækkaði” íbúðina töluvert og ég tala nú ekki um hvað svona breytingar hækka einnig verðgildi íbúða. Þau gerðu allar breytingarnar sjálf og fengu til liðs við sig fjölskyldu og vini til að aðstoða við ýmislegt svo kostnaður hélst í lágmarki.

7

Segðu okkur aðeins frá eldhúsinu Arna?

Þegar við Sigvaldi skoðuðum íbúðina okkar fyrst fyrir kaupin sáum við rosalega mikið tækifæri í breytingum á eldhúsinu. Eldhúsið var áður lokað af með millivegg á milli þess og borðstofunnar sem gerði bæði eldhúsið mjög lítið og þröngt sem og nánast engin lýsing komst í eldhúskrókinn. Eftir að við keyptum var fyrsta skrefið okkar að brjóta niður millivegginn og opna þannig rýmið. Við erum bæði mjög skotin í opnum rýmum en ekki öllu hólfuðu niður.

15970655_10154073909771781_152875149_n

Og þá eru það eftir myndirnar, VÁ!

16117918_10154089928581781_1220086664_n

Það tók okkur dágóðan tíma að velja hvernig við vildum nákvæmlega hafa eldhúsið en vorum bæði á sömu blaðsíðu með að hafa það hvítt, höldulaust og stílhreint. Við kíktum í margar verslanir og enduðum með að nýta okkur þá frábæru ráðgjöf sem okkur var veitt hjá HTH (Ormsson). Rakel sem aðstoðaði okkur þar var strax á sömu blaðsíðu og við og kom með fullt af góðum punktum sem betrumbætti okkar sýn á hönnunina. Við vildum t.d. ekki hafa neina efri skápa á lengri veggnum svo hún kom með mjög góða lausn á hvernig nýta mætti best allt skápapláss og bættum við svo hillum í hornið sem er mjög þægilegt að hafa fyrir fínni glösin og kaffikönnurnar án þess að það sé of áberandi. Aðal kosturinn við það að hafa valið HTH innréttingu er að við þurfum ekki að setja hvern einasta skáp eða skúffu saman – það kemur nefninlega uppsett og þá þarf maður „bara“ að pússla og passa uppá að mælingar séu 100% . Við fengum með okkur vin sem er húsgagnasmiður og mælum eindregið með því að þeir sem ætli að setja þetta upp sjálfir í fyrsta skipti fái einhverja aðstoð því þetta er mjög mikil vandvirknisvinna (takk Andrés). Annar kosturinn við að versla hjá HTH er að það seljast líka raftækin í sama húsnæði s.s hjá Ormsson. Við nýttum okkur það og versluðum AEG vörur sem við erum hæst ánægð með, sérstaklega fallega helluboðið því við vildum hafa það eins stílhreint og hægt væri, s.s ekki með útistandandi tökkum eða merkingum á heldur er það alveg svart og mjög auðvelt í notkun.

15934570_10154073909991781_149578980_n16117394_10154089928421781_270143074_n

Breytingarnar á íbúðinni eru örugglega hvað mestar eftir að við tókum eldhúsið í gegn sem við erum hæst ánægð með. Það er virkilega þægilegt í eldamennskunni að hafa þetta allt svona opið og nóg af borðplássi, tala nú ekki um að hafa ofninn í vinnuhæð (s.s að þurfa ekki að beygja sig niður til að setja steikina inn).

Í lokin ákváðum við að setja upp meiri lýsingu fyrir ofan eldhúsbekkinn og völdum við ljós frá Rafkaup. Það að setja upp lýsingu var smá basl því við vorum ekki með neitt tengi á veggnum og vildum ekki fara í það að brjóta upp og leggja rafmagn heldur var alltaf ætlunin að gera þetta eins einfalt og hægt er. Þá var okkur bent á eina mestu snilld sem við höfum uppgötvað og það er þráðlaus rofi. Við gátum þannig samtengt ljósin inná þráðlausan ljósarofa sem tengdur er í rafmagn og erum þá með sér slökkvara til þess að slökkva og kveikja á þeim ljósum sem eru fyrir ofan bekkinn sem er meira að segja með dimmer, sem við erum alls ekki að hata!

15970797_10154073909766781_1301477626_n 15995940_10154089928576781_993336889_n15942212_10154073909941781_390861446_n15970244_10154073909011781_1983641449_n

Hvað er þá næst á dagskrá?

Núna er svo bara að finna fallegar myndir í ramma til að bæta á langa vegginn og þá ætti eldhúsið nokkurnveginn að vera tilbúið. Þar á eftir tekur við final breytingin á baðinu sem okkur hlakkar rosalega til að komast í. Við gerðum þarna í fyrra smá breytingar á baðinu til að hafa til bráðabirgða og nú loksins munum við breyta baðherberginu alla leið. Við erum byrjuð að skoða í verslanir og skoða á fullu á Pinterest og Instagram hugmyndir af fallegum baðherbergjum. Við skoðum það reglulega til að fá hugmyndir, kannski ekki Sigvaldi jafn mikið og ég hehe, en það er ábyggilega sniðugasta leiðin til að byrja á ef maður er í framkvæmdarhugleiðingum því það er hægt að fá svo hrikalega margar góðar og flottar hugmyndir sem eru oft ekki jafn flóknar í framkvæmd og maður heldur.

– Virkilega flott breyting og þvílíkur munur á íbúðinni með svona bjart og fallegt eldhús. Núna er ég orðin mjög spennt að sjá hver útkoman með baðherbergið verður og hvernig væri nú ef ég kíkti bara í heimsókn með snappið og skoðum breytingarnar live! Hann Andrés minn hjálpaði eitthvað til með að setja upp eldhúsið þeirra og ætla ég því að fá Sigvalda lánaðann í nokkur verk þegar ég kemst einn daginn yfir svona íbúð sem þarfnast breytinga haha:) Þetta hlýtur að vera alveg ótrúlega skemmtilegt verkefni að breyta heimilinu svona mikið en á sama tíma mjög krefjandi. Ég er búin að kíkja í heimsókn til þeirra eftir að eldhúsið varð klárt og er mjög hrifin af þessum innréttingum, hrifnust er ég af því að fella ískápinn inn í innréttinguna og eigum við að ræða þessa tvo ofna? Eitthvað hlýtur nú að vera bakað og eldað á þessu heimili ♡

svartahvitu-snapp2-1

SVONA BÝR RITSTJÓRI ELLE & ELLE DECORATION

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Kristín

    1. February 2017

    Til að fá hugmynd…. hvað kostaði eldhúsinnréttingin ?
    Alveg hrikalega flott eldhús

    • Arna

      1. February 2017

      Hæ,

      sko það er hægt að fá nefninlega svo mismunandi verðpakka í sömu innréttinguna í rauninni. T.d. ef þú ert að taka fleiri skúffur en hillur þá er hún dýrari, hvort þú tekur undirlímdan vask eða ekki, búrskáp o.s.frv. Það er það sem okkur fannst svo heilllandi við þetta var að við gátum valið og hafnað þar sem okkur fannst svíða í veskið og farið ódýrari leið. Mæli bara eindregið með því að fara í HTH og láta þau hjálpa þér og segja í raun budgetið þitt – það eru til svo margar útfærslur :)

  2. Lilja

    1. February 2017

    Rosa flott ? hvaðan er borðplatan?

    • Arna

      2. February 2017

      Borðplatan er líka frá HTH :D