fbpx

ÁRAMÓTAINNLIT & DEKKAÐ BORÐ

HeimiliJólPersónulegt

Það er ekki oft sem að ég tek mér bloggfrí en mikið sem það var kærkomið að hvíla tölvuna í nokkra daga yfir jólin. En núna er jólafríið mitt búið og ég er með fullt af hugmyndum sem ég þarf að koma í verk! Eins og ég sagði ykkur frá nýlega kom hingað heim ljósmyndari og blaðamaður frá Vikunni því ég var beðin um að dekka upp borð fyrir jóla og áramótatölublaðið þeirra. Það var ekki komið upp mjög mikið jólaskraut þegar þau komu en engu að síður held ég að þetta hafi heppnast nokkuð vel, ég er að minnska kosti bálskotin í þessu uppdekkaða borði mínu og þvílík synd að ég hafi ekki verið búin að skipuleggja matarboð um kvöldið til að einhver fengi að njóta:) Þar sem að blaðið er komið út ætla ég að fá að deila með ykkur nokkrum myndum sem ég tók.

IMG_9374IMG_9373IMG_9375   IMG_9377

Áður en ég pakkaði inn öllum gjöfunum…

IMG_9413

Ég elska nýju jólaplakötin mín, ég held jafnvel að ég geri sérfærslu fyrir þau. “Jingle all the way”og svo er annað í eldhúsinu sem segir “all I want for christmas is you”, þau eru frá Lovedales studio, sjá hér.  Þetta er fullkomið jólaskraut fyrir okkur sem viljum ekki missa okkur í jólaskreytingum:)

IMG_9379

Grænar grænar í vasa, þeim hefur reyndar aðeins fjölgað síðan að þessi mynd var tekin…

  IMG_9384

Hér kemur svo seinna plakatið, “All I want for christmas is you”, líka frá Lovedales studio, ég féll kylliflöt fyrir þessum plakötum þegar ég sá þau fyrst á instagram hjá Lovedales. 

  IMG_9389

Og þá er það uppdekkaða borðið, ég var að byrja að safna svörtu doppóttu diskunum frá Marimekko en þeir höfðu setið lengi á óskalistanum. Ég er ekki frá því að ristaða brauðið hafi smakkast örlítið betur á þeim í morgun, svart hvítir og gördjöss. Eins hef ég áður dásamað Postulínu jólatrén sem þarna fengu það hlutverk að vera borðskraut.

IMG_9395

Glösin eru frá HAY (þessi með gylltu röndinni) og hin eru Iittala Essence sem ég hef safnað lengi.

IMG_9408

Ég hef aldrei verið mikið að spá í því að eiga dúk en þegar þessi bleiki og doppótti dúkur kom frá Hay þá varð ég að eignast hann. Dúkurinn gerir öll boð örlítið fallegri, en verð þó að viðurkenna að það er ekkert stuð að þurfa að strauja áður en lagt er á borð…

IMG_9409

Diskamotturnar fékk ég í láni en þær eru frá Chilewich sem fæst í Epal, ótrúlega hátíðarlegar og flottar.

  IMG_9402

Púðaflóðið góða sem kærastinn minn blótar á hverju kvöldi þegar hann vill kúra yfir bíómynd haha, leðurpúði, pallíettupúði og gærupúði sem hann fær ofnæmi yfir slá ekki í gegn, en mér þykja þeir vera fullkomnir!:) Leðurpúðinn er frá AndreA Boutique og nýjasta viðbótin sem er gærupúðinn er frá Further North, bæði íslensk snilldarhönnun! Þessar myndir voru teknar fyrir nokkru síðan og því hefur bæst sitthvað við af jólaskrauti.

Vonandi fór jólafríið vel með ykkur!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

JÓLAGJAFAINNPÖKKUN: HUGMYNDIR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. María Rut Dýrfjörð

    28. December 2015

    Flott plagöt og ótrúlega flottir diskar! Á einmitt bollasett og stóran bakka með sama munstri og það er alveg rétt, allt sem kemur úr bollunum smakkast betur ;)

    • Svart á Hvítu

      28. December 2015

      Bollarnir eru svo næstir á óskalistanum þegar diskarnir eru komnir… þetta kostar alveg sitt, en alveg hrikalega fallegt:)

  2. Saga Sig

    28. December 2015

    Fallegt – og langaði bara segja að mer finnst bloggið þitt frabært og ég les allar færslur xx

    • Svart á Hvítu

      28. December 2015

      Það sem mér þykir vænt um þessa athugasemd xx
      takk!:)

  3. Elfa

    30. January 2016

    Hvaðan er svarti lampinn á skenknum? :)

    • Svart á Hvítu

      31. January 2016

      Þetta er Flower Pot lampi eftir Verner Panton sem fæst í Epal:)