fbpx

ÁRAMÓTAINNBLÁSTUR // 2017

Fyrir heimiliðJól

Ég er ein af þeim “heppnu” sem fæ einfaldlega að mæta bara í öll jólaboðin og held því engin boð sjálf, ég veit ekki alveg hvernig það fer með eldunarhæfileika mína en þeir fá því sjaldan áskorun. Hér sit ég því og vafra um á netinu að skoða myndir með borðskreytingum, mögulega það eina sem við sem ekki kunnum að elda fáum að gera? Það ásamt ekta áramótamyndum sem koma mér í stuðið fá því að skreyta færslu dagsins – eigið góðan síðasta dag ársins ♡

// Ef þið smellið á myndirnar þá stækka þær.

Fyrir meiri innblástur má hér sjá myndir af jólaborðinu sem ég dekkaði upp fyrir verslunina Epal fyrr í mánuðinum, og hér má sjá uppdekkað áramótaborð sem ég gerði fyrir áramótin í fyrra

Ég vil annars þakka ykkur fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða – ég kann innilega vel að meta hverja heimsókn  sem bloggið fær og hverja athugasemd sem þið skiljið eftir, megi árið 2017 vera það allra besta. Ég er að minnsta kosti með mjög há markmið og hlakka til að fá að vinna í þeim.

Á morgun, Gamlársdag stefni ég síðan á að fara í síðasta Snapchat innlitið á Svartahvitu snappinu og ég mæli svo sannarlega með að fylgjast með – sú sem ætlar að taka á móti okkur er ein af þeim sem kalla mætti ofur fagurkera;)

svartahvitu-snapp2-1

SKIPULAGIÐ !

Skrifa Innlegg