Ég er stödd þessa stundina á Ambiente vörusýningunni í Frankfurt! Eftir langan dag af labbi, -enda er sýningin ekki nema 578.000 fermetrar haldin í 11 höllum, þá er ég skriðin upp í rúm á fína hótelherberginu mínu. Þessi sýning er algjörlega frábær, og ég gæti í rauninni opnað verslun eftir þessa ferð mína, komin með lista af flottum vörum og margar sem enn fást ekki á Íslandi. Já, ef þú ert verslunareigandi þá er þetta sýningin sem má ekki fram hjá þér fara.
Það er reyndar mjög mikilvægt að koma vel skipulagður annars endar þú í höll fullri af vörum sem þú kærir þig ekkert um að eyða tíma í að skoða. Hér er nefnilega allur skalinn, allt frá mjög ljótu yfir í æðislega flottar vörur frá virtum fyrirtækjum.
Myndavélin mín er stútfull af myndum, en mér sýnist ég hafa skilið myndavélasnúruna eftir heima, -því koma hér tvær fínar af símanum mínum. Það var sérstaklega gaman að hitta nokkra aðila í dag sem ég hef hitt áður og tekið viðtöl við, t.d. stofnanda Design House Stockholm, vin minn hann Anders Färdig.
Það fer mér alveg afskaplega vel að rölta um ein á svona sýningum og slaka svo á ein uppi á hótelherbergi, það er svo mikilvægt að fá inná milli smá “me time” :)
Bestu kveðjur frá Frankfurt, Svana
Skrifa Innlegg