fbpx

Áhugavert sæti?

Hönnun
Stóllinn CUL IS COOL er afar áhugaverður stóll hannaður af Ramon Ubeda og Otto Canalda fyrir ABR design.
Það eru eflaust ekki allir sem hafa áhuga á því að hafa slíkann stól inná heimili sínu, og báðu því hönnuðirnir ýmsa ljósmyndara um að taka myndir af stólnum og túlka á sinn hátt. Stóllinn hlaut mikla athygli fyrir vikið og hefur verið fjallað um hann í ýmsum hönnunartímaritum og netsíðum. Takmarki náð!
Myndirnar eru án efa áhugaverðar, en stundum skil ég ekki alveg hvað var í gangi hjá ljósmyndaranum?

PS. Var að uppfæra margar færslur hér að neðan þar sem myndirnar voru dottnar út, fann í leiðinni þessa færslu sem birtist hjá Pjattrófunum en kom aldrei hingað inn. Gerist ekki aftur.. LOFA:)

Tímavélin

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. marta.

    17. March 2011

    hahaha, hunda myndin er snilld !
    skrítinn en samt skemmtilegur stóll já !

  2. Anna Margrét

    17. March 2011

    Ég sat á svona fínum rassastól einhversstaðar í NY í haust. Man ekki hvar en kannski af því að öll ferðin er í móðu hjá mér. Allt var svo magnað ég að varð bara tilfinningalega drukkin og man voða lítið. Sem er bara gaman.

  3. ólöf

    24. March 2011

    haha, fyndinn stóll..mér finnst hugmyndin alveg skemmtileg en ekkert sérlega flottur stóll þó. Mér finnst samt efsta myndin frekar flott, af nakta parinu sem situr í stólnum…;)

    myndin af þessari amerísku bombínu finnst mér samt eeeenganvegin málið…líka bara ógeeeeeðslega illa photoshoppuð..iss piss..

    hundurinn er annars alveg sniðugur;) haha