Á morgun á strákurinn minn, Bjartur Elías sitt fyrsta afmæli og að sjálfsögðu er mamman búin að liggja sveitt yfir Pinterest í leit af skemmtilegum hugmyndum. Á morgun kemur fjölskyldan okkar í smá kökuboð og ég vona að ég nái að standast mínar eigin væntingar því mig er búið að hlakka of mikið til að fá að halda fyrsta afmælið. Þar sem að hann er þó bara að verða eins árs eru engar kröfur af hans hálfu varðandi skreytingar svo þá fær mamman að velja. Hugmyndin er sú að hafa þetta bara nokkuð krúttlegt og myndin af fyrstu kökunni er það sem stefnan er sett á enda elskar Bjartur öll dýr. Þetta er líka skreyting sem ég ætti vel að ráða við, enda ekkert kökukremsvesen.
Ég hef verið að versla inn hluti fyrir afmælið héðan og þaðan, sumt af netinu t.d. svona silfraðar stafablöðrur, en svo sá ég þær til í Söstrene í vikunni sem hefði verið fínt að vita á sínum tíma. Dúskaskrautið hér að ofan er frá Minimo.is, ásamt svart hvíta skrautinu og 1 árs stuttermabolnum. Ég á reyndar til eitt heimatilbúið dúskaskraut sem ég mun nota enda fór heilt kvöld í að búa það til:) Svo dreymir mig um að föndra eina afmæliskórónu í dag en við þurfum að sjá hvernig dagurinn fer. Það er víst ekki nóg að bjóða upp á skreytingar, fólkið þarf líka að borða…. Eigið góða helgi:)
Skrifa Innlegg