fbpx

ÆVINTÝRALEGT HEIMILI LISTAVERKASAFNARA VIÐ SJÓINN

Íslensk heimili

Eitt ótrúlegasta heimili sem ég hef augum litið er komið á fasteignavefinn og það er ekki annað hægt en að deila myndunum með ykkur. Um er að ræða Kjarvalsshúsið sjálft sem íslenska þjóðin gaf listamanninum Jóhannesi Kjarval, húsið var byggt árið 1969 en listamaðurinn vildi svo ekki búa í húsinu.

“Húsið er teiknað af Þor­valdi S. Þor­valds­syni arki­tekt. Hann teiknaði húsið með sérþarf­ir Kjar­val í huga. Stofa húss­ins var til dæm­is ætluð sem vinnu­stofa lista­manns­ins en hún er 110 fm að stærð með fimm metra loft­hæð. Í stof­unni eru risa­stór­ir glugg­ar með út­sýni út á haf. Í þessu rými er al­ger­lega ein­stök birta sem hægt er að stilla með viðarflek­um.” Heimild Mbl.is/Smartland. 

Síðastliðin þrjú ár hefur William Oli­ver Luckett búið hér, en hann er banda­rísk­ur viðskiptamaður og lista­verka­safn­ari. Heimilið líkist safni svo mörg eru verkin og hér má sjá ótrúlegan fjölda af íslenskum listaverkum.

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is

Ljósmyndir : Fasteignaljósmyndun.is / Fasteignavefur Vísir.is

Hafið þið séð annað eins heimili? Hér er hver einasti veggur nýttur undir listaverk og húsráðandi er svo sannarlega ekki haldin valkvíða yfir því hvað passi best saman eða í hverju eigi að fjárfesta næst. Ég mætti hafa lítið brot af þeim hæfileika hugsa ég á meðan ég horfi á tóma veggina á mínu heimili…

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HUGGULEGT HAUSTHEIMILI MEÐ ÆÐISLEGUM BÓKAVEGG

Skrifa Innlegg