fbpx

ÆVINTÝRALEGA FALLEGT & ÍBURÐARMIKIÐ HEIMILI

Heimili

Byrjum vikuna á þessu stórglæsilega heimili þar sem íburðurinn ræður ríkjum. Fallegir skrautlistar á veggjum og á lofti ásamt handmáluðu blómaskreyttu stofulofti. Gætuð þið búið svona?

Húsgögnin eru nokkuð einföld og mínimalísk í sniðum sem fer vel saman við allar skreytingarnar á húsinu sjálfu. Gubi Beetle borðstofustólar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og fara hér vel við klassíska Super Elliptical borðið, og bólstraðar Sjöur í eldhúskróknum. Einfalt þarf vissulega ekki að þýða ódýrt. Ég er hrifin af því hvað litavalið er lágstemmt og einlitað nánast – fer vel við aldur hússins og útkoman eru fallegar ljósmyndir þó ég gæti ekki búið hér endilega. Mitt fyrsta verk væri annars að fjarlægja ljósakrónuna úr stofunni, hún truflar mig smá – sammála?

Myndir: Henrik Nero // Behrer.se

 // Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

HEIMSINS FALLEGUSTU KERTASTJAKARNIR MÆTTIR // FÓLK REYKJAVÍK

Skrifa Innlegg